Kveðja frá Rússlandi: Að fjalla um íslenska landsliðið í fótbolta Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 15:00 Saga Hannesar Þórs Halldórssonar er mögnuð og verður eflaust að bíómynd einhvern tímann. Vísir/Vilhelm Það er ýmislegt sem kalla mætti einkennilegt, sérstakt eða einstakt er varðar umfjöllun íþróttafréttamanna um karlalandsliðið í fótbolta, og líklega flest landslið Íslands. Hópurinn, sem er að langstærstum hluta skipaður karlmönnum, er á öllum aldri. Sá yngsti á þrítugsaldri og svo eru reynsluboltar sem hafa fylgt landsliðinu eftir síðan Ásgeir Sigurvinsson og Karl Þórðarson voru í gírnum. Langflestir eiga það þó sameiginlegt að vera miklir fótboltaáhugamenn og allir eru grjótharðir stuðningsmenn landsliðsins. Sumir tengjast leikmönnum landsliðsins engum böndum en aðrir eiga bestu vini í leikmannahópnum.Ætli lýsandi hafi einhvern tímann áður verið faðir landsliðsmanns í fótbolta og lýst leikjum hans? Ábendingar óskast á kolbeinntumi@stod2.is.Vísir/VilhelmÍ hópi blaðamanna eru besti vinur lykilmanns í landsliðinu, faðir besta vinar annars lykilmanns í landsliðinu, sumir hafa þjálfað leikmenn í landsliðinu í yngri flokkum og svo er einn þekktasti lýsandi heims, Gummi Ben, mættur til Moskvu til að lýsa leikjum landsliðsins sem sonur hans spilar fyrir. Samfélagið er svo lítið að svo til allir í hópi blaðamanna eiga í það minnsta þokkalega náin tengsl við einhvern landsliðsmann. Ég leyfi mér að efast um að svona tengsl, í það minnsta magnið, finnist hjá öðrum landsliðum og setur menn auðvitað í skrýtna stöðu í viðtölum. Eða að þurfa að fjalla á gagnrýninn hátt um þá sem þeim þykir vænt um. Oftast kemur það í hlut annarra ef fréttin er neikvæðs eðlis hið minnsta. Leikmenn eru einnig í skrýtinni stöðu að svara spurningum vina sinna, vina vina sinna eða ættingja. Það er búið að vera gaman hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í lengri tíma.Vísir/VilhelmEn það eru ekki bara tengslin sem gera íþróttafréttamönnum erfitt fyrir því það er sérstakt að vera í þeirri stöðu að fjalla á gagnrýnin hátt um eitthvað sem þú styður af fullu hjarta, eins og landsliðið. Líklega eru 99% af fréttum sem skrifaðar eru um landsliðið á jákvæðum nótum og svo ein og ein sem flokka mætti sem neikvæða frétt. Fyrir vikið eru íþróttafréttamenn reglulega nefndir klappstýrur í stað íþróttafréttamanna. Á þeim forsendum að þeir séu ekki nógu gagnrýnir. Faðir og tengdafaðir landsliðsmanna hafa nýlega stigið fram og krafist svara við spurningum sem íþróttafréttamenn „þora ekki að spyrja“ varðandi valið á HM-hópnum. Sama föður fannst reyndar galið að spyrja landsliðsþjálfara út í meinta drykkju sonar hans á leiðinni í landsliðsverkefni. Sem hann viðurkenndi, baðst afsökunar á og hélt áfram að raða inn mörkum.Hvort ætti ég að láta Alfreð, Björn Bergmann eða Jón Daða byrja gegn Argentínumönnum gæti Heimir verið að hugsa á þessari mynd.Vísir/VilhelmLandsliðið flaug á dögunum til Moskvu þar sem framundan var risaleikur, svo stór að manni fannst að um væri að ræða leik í FIFA tölvuleik. Ísland gegn Argentínu í Moskvu. Fréttamenn fylgdu landsliðinu eftir og flugu með sömu flugvél. Óskrifaðar reglur. Samskipti eru engin. Ekkert spjall við leikmenn og engar myndir. Sjálfsagður hlutur enda eru skipulagðir vettvangur fyrir slíkt. Eftir komuna til Kabardinka eftir leik, nánar tiltekið í gærkvöldi, bauð KSÍ svo blaðamönnum í óvæntan glaðning á æfingasvæðið. Heimir hélt smá tölu og svo tróð Mið-Ísland upp í góðan hálftíma og kitlaði hláturtaugarnar. Allt gert til að rækta einstakt samband landsliðsins við fjölmiðla, eins og Heimir komst að orði. Allir Íslendingar í Rússlandi eru að upplifa draum, nema kannski einn dauðadrukkinn þessa stundina sem finnur ekki lykilinn að hótelinu sínu og er búinn að týna vegabréfinu. Leikmenn eru að spila á HM í fótbolta, blaðamenn að fjalla um íslenskt lið á HM í fótbolta og stuðningsmenn að taka víkingaklapp og tralla á leikjum Íslands á HM í fótbolta. Eitthvað sem enginn átti von á. Eitthvað sem gerðist í 32-liða móti en ekki 48, eða 64, eða 128 eða hvar svo sem FIFA ákveður á endanum að setja mörkin. Á endanum koma gagnrýnar spurningar, leiðinlegar spurning en nauðsynlegar spurningar, því öll víma endar einhvern tímann. En sú sem við erum í núna hefur varað í á sjötta ár og virðist ekki sjá fyrir endann á.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00 Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00 Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Það er ýmislegt sem kalla mætti einkennilegt, sérstakt eða einstakt er varðar umfjöllun íþróttafréttamanna um karlalandsliðið í fótbolta, og líklega flest landslið Íslands. Hópurinn, sem er að langstærstum hluta skipaður karlmönnum, er á öllum aldri. Sá yngsti á þrítugsaldri og svo eru reynsluboltar sem hafa fylgt landsliðinu eftir síðan Ásgeir Sigurvinsson og Karl Þórðarson voru í gírnum. Langflestir eiga það þó sameiginlegt að vera miklir fótboltaáhugamenn og allir eru grjótharðir stuðningsmenn landsliðsins. Sumir tengjast leikmönnum landsliðsins engum böndum en aðrir eiga bestu vini í leikmannahópnum.Ætli lýsandi hafi einhvern tímann áður verið faðir landsliðsmanns í fótbolta og lýst leikjum hans? Ábendingar óskast á kolbeinntumi@stod2.is.Vísir/VilhelmÍ hópi blaðamanna eru besti vinur lykilmanns í landsliðinu, faðir besta vinar annars lykilmanns í landsliðinu, sumir hafa þjálfað leikmenn í landsliðinu í yngri flokkum og svo er einn þekktasti lýsandi heims, Gummi Ben, mættur til Moskvu til að lýsa leikjum landsliðsins sem sonur hans spilar fyrir. Samfélagið er svo lítið að svo til allir í hópi blaðamanna eiga í það minnsta þokkalega náin tengsl við einhvern landsliðsmann. Ég leyfi mér að efast um að svona tengsl, í það minnsta magnið, finnist hjá öðrum landsliðum og setur menn auðvitað í skrýtna stöðu í viðtölum. Eða að þurfa að fjalla á gagnrýninn hátt um þá sem þeim þykir vænt um. Oftast kemur það í hlut annarra ef fréttin er neikvæðs eðlis hið minnsta. Leikmenn eru einnig í skrýtinni stöðu að svara spurningum vina sinna, vina vina sinna eða ættingja. Það er búið að vera gaman hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í lengri tíma.Vísir/VilhelmEn það eru ekki bara tengslin sem gera íþróttafréttamönnum erfitt fyrir því það er sérstakt að vera í þeirri stöðu að fjalla á gagnrýnin hátt um eitthvað sem þú styður af fullu hjarta, eins og landsliðið. Líklega eru 99% af fréttum sem skrifaðar eru um landsliðið á jákvæðum nótum og svo ein og ein sem flokka mætti sem neikvæða frétt. Fyrir vikið eru íþróttafréttamenn reglulega nefndir klappstýrur í stað íþróttafréttamanna. Á þeim forsendum að þeir séu ekki nógu gagnrýnir. Faðir og tengdafaðir landsliðsmanna hafa nýlega stigið fram og krafist svara við spurningum sem íþróttafréttamenn „þora ekki að spyrja“ varðandi valið á HM-hópnum. Sama föður fannst reyndar galið að spyrja landsliðsþjálfara út í meinta drykkju sonar hans á leiðinni í landsliðsverkefni. Sem hann viðurkenndi, baðst afsökunar á og hélt áfram að raða inn mörkum.Hvort ætti ég að láta Alfreð, Björn Bergmann eða Jón Daða byrja gegn Argentínumönnum gæti Heimir verið að hugsa á þessari mynd.Vísir/VilhelmLandsliðið flaug á dögunum til Moskvu þar sem framundan var risaleikur, svo stór að manni fannst að um væri að ræða leik í FIFA tölvuleik. Ísland gegn Argentínu í Moskvu. Fréttamenn fylgdu landsliðinu eftir og flugu með sömu flugvél. Óskrifaðar reglur. Samskipti eru engin. Ekkert spjall við leikmenn og engar myndir. Sjálfsagður hlutur enda eru skipulagðir vettvangur fyrir slíkt. Eftir komuna til Kabardinka eftir leik, nánar tiltekið í gærkvöldi, bauð KSÍ svo blaðamönnum í óvæntan glaðning á æfingasvæðið. Heimir hélt smá tölu og svo tróð Mið-Ísland upp í góðan hálftíma og kitlaði hláturtaugarnar. Allt gert til að rækta einstakt samband landsliðsins við fjölmiðla, eins og Heimir komst að orði. Allir Íslendingar í Rússlandi eru að upplifa draum, nema kannski einn dauðadrukkinn þessa stundina sem finnur ekki lykilinn að hótelinu sínu og er búinn að týna vegabréfinu. Leikmenn eru að spila á HM í fótbolta, blaðamenn að fjalla um íslenskt lið á HM í fótbolta og stuðningsmenn að taka víkingaklapp og tralla á leikjum Íslands á HM í fótbolta. Eitthvað sem enginn átti von á. Eitthvað sem gerðist í 32-liða móti en ekki 48, eða 64, eða 128 eða hvar svo sem FIFA ákveður á endanum að setja mörkin. Á endanum koma gagnrýnar spurningar, leiðinlegar spurning en nauðsynlegar spurningar, því öll víma endar einhvern tímann. En sú sem við erum í núna hefur varað í á sjötta ár og virðist ekki sjá fyrir endann á.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00 Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00 Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Kveðja frá Rússlandi: Stórmót eftir stórmót og skiptir ekki máli hver komst fyrstur Stelpurnar urðu fyrstar, svo urðu strákarnir fyrstir, en hverjum er ekki slétt sama? 12. júní 2018 12:00
Kveðja frá Rússlandi: Í bullinu að bíða eftir pasta Að horfa á myndband er góð skemmtun. Að fara út að borða í Rússlandi er ekki góð skemmtun. 11. júní 2018 15:00
Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri HM á Akureyri, Vestmannaeyjum, Akranesi og Rússlandi. 10. júní 2018 15:00