Allir hrósa sigri eftir fund aldarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vísir/Getty Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Full eftirvæntingar fylgdist alþjóð með því þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í höndina á Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr í fyrrinótt. Um var að ræða fyrsta leiðtogafund ríkjanna tveggja sem lengi hafa átt í hatrömmum deilum. Þrátt fyrir að hafa áður átt í uppnefnastríði og þrátt fyrir linnulaus og grimmileg mannréttindabrot harðræðisstjórnar Kim var kurteisin allsráðandi á fundinum. Trump talaði um Kim sem „hæfileikaríkan“ og sagðist viss um að hann vildi þjóð sinni vel. Vert er að minna á að í Norður-Kóreu er fólki til að mynda hent í fangelsi fyrir glæpi fjölskyldumeðlima, meðal annars fyrir að horfa á suðurkóreskar bíómyndir. Fólk er pyntað, tekið af lífi og því nauðgað. Fjölmiðla-, tjáningar-, athafnafrelsi er svo gott sem ekkert. Mennirnir tveir undirrituðu yfirlýsingu eftir spjall sitt. Þrátt fyrir að vera innihaldsrýr er hún almennt álitin gott fyrsta skref í átt að raunverulegum friði á Kóreuskaga. Í henni var meðal annars kveðið á um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Eftir fundinn hélt Trump blaðamannafund þar sem hann sagði fundinn hafa gengið undursamlega. Forsetinn sagði Kim hafa fallist á þá kröfu Bandaríkjamanna að kjarnorkuafvopnun yrði sannreynanleg og algjör sem og kröfu um að rífa ónefnda eldflaugatilraunastöð. Sjálfur sagðist Trump ekkert hafa gefið eftir. Þvinganir yrðu enn í gildi.Donald Trump ávarpaði blaðamenn að fundi loknum.Vísir/GettyTrump minntist hins vegar á að Bandaríkjamenn væru ekki mótfallnir því að hætta heræfingum í og með Suður-Kóreu. Ýmsir furðuðu sig á ummælunum og sagði talsmaður forsetaembættis Suður-Kóreu óskýrt hvað Trump væri að tala um. Aðrir, til að mynda Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sögðu að Trump hefði náð litlu fram á fundinum. Ljóst er að Norður-Kóreustjórn fagnar fundinum. Ekki var sérstaklega kveðið á um með hvaða hætti kjarnorkuafvopnun færi fram, en hugtakið þykir hafa misjafna merkingu í hugum Kim og Trumps. Einræðisherrann vill að allir afvopnist á skaganum en forsetinn einblínir á kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Kim getur sömuleiðis glaðst yfir því að hafa komið inn úr kuldanum og stigið stórt skref í þá átt að tryggja áframhaldandi líf harðstjórnar sinnar. Þá munu orð Trumps um að hætta heræfingum væntanlega falla í frjóan jarðveg hjá einræðisherranum. Og það gerðu þau svo sannarlega hjá kínversku ríkisstjórninni. Kínverjar hafa lengi hampað þeirri hugmynd að Norður-Kórea ætti að hætta eldflaugatilraunum og Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn heræfingum í staðinn. En þótt ríkisstjórnir Kína, Japans, Rússlands, Bandaríkjanna og Suður- og Norður-Kóreu fagni fundinum og hrósi sigri eru ekki allir sáttir. Mohammad Bagher Nobakht, upplýsingafulltrúi írönsku ríkisstjórnarinnar, varaði Kim sérstaklega við Bandaríkjaforsetanum, en Trump dró Bandaríkin nýverið út úr kjarnorkusamningnum sem stórveldi heims gerðu við Íran.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45