Styttum vakta-vinnuvikuna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kjaramál Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 hefur verið ein meginkrafa BSRB um langt skeið. Við finnum nú fyrir verulega auknum áhuga í samfélaginu og sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi þess að launafólk hafi meiri tíma til að sinna fjölskyldu og vinum eftir að vinnudeginum lýkur. Hingað til hefur umræðan átt það til að afmarkast við vinnustaði þar sem unnið er í dagvinnu. Við höfum oft heyrt það viðkvæði að ómögulegt sé að stytta vinnuvikuna á vaktavinnustöðum án þess að kostnaður sem af því hljótist verði greiddur. Ríkið og BSRB hafa staðið fyrir tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar með fjórum vinnustöðum. Á einum þeirra, hjá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum, er unnin vaktavinna. Tilraunaverkefnið átti að standa í eitt ár en var nýlega framlengt um eitt ár til viðbótar í ljósi þess hversu jákvæðar niðurstöður komu eftir fyrsta árið og vegna óska þátttakenda. Í verkefni sem BSRB og Reykjavíkurborg standa að tekur nú fjöldi dag- og vaktavinnustaða, þar sem um fjórðungur starfsmanna borgarinnar starfar, þátt í að stytta vinnuvikuna í tilraunaskyni. Enginn þeirra vaktavinnustaða sem taka þátt hafa fengið viðbótarfjármagn vegna tilraunaverkefnisins. Þessi reynsla sýnir að fjöldi vaktavinnustaða getur stytt vinnuvikuna án þess að það þurfi að bæta fjármagni í reksturinn. Verkefnin eru þó ólík og því getur þurft að mæta kostnaði að hluta hjá öðrum. Velferðarráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum frá vaktavinnustöðum hjá ríkinu sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefni BSRB og ríkisins um styttingu vinnutíma. Sá vinnustaður sem verður fyrir valinu verður þá sá fimmti í yfirstandandi tilraun fram að sumri 2019. Allir vaktavinnustaðir eru hvattir til að sækja um en þátttakan getur afmarkast við deild eða svið innan vinnustaðarins. BSRB hvetur sérstaklega stjórnendur á vinnustöðum sem hafa talið styttingu vinnuvikunnar ómögulega vegna kostnaðar til að taka málið til skoðunar.Höfundur er formaður BSRB
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun