BBC segir Belga vinna HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2018 17:00 Lyfta þessir gullstyttunni í Moskvu? Vísir/getty Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Belgar munu standa uppi sem heimsmeistarar samkvæmt útreikningum breska ríkisútvarpsins þar sem tekið var mið af sögu heimsmeistaramótsins. Mál málanna í heimi íþrótta þessa dagana er heimsmeistaramótið í Rússlandi sem hefst eftir aðeins tvo daga. 32 lið mæta til leiks og keppast um einn eftirsóttasta titil íþróttanna. Fréttamenn BBC litu yfir sögu síðustu móta og sigurvegara þeirra og fundu út hvaða lið lyftir bikarnum þann 15. júlí í Moskvu. Fyrsta skref í að skera niður þjóðirnar 32 var að taka út alla sem voru ekki í fyrsta styrkleikaflokki. Síðan HM var stækkað í þrjátíu og tveggja þjóða mót árið 1998 hefur sigurvegarinn alltaf verið í fyrsta styrkleikaflokki. Þá standa eftir Frakkar, Þjóðverjar, Brasilíumenn, Portúgalir, Argentínumenn, Belgar, Pólverjar og Rússar. Liðin í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla á HMmynd/bbcRússar eru aðeins í 66. sæti heimslistans en eru í fyrsta styrkleikaflokki sem gestgjafar. Staða þeirra sem gestgjafar hjálpar þeim þó ekki lengra, því síðan 1978 hefur gestgjafinn aðeins einu sinni unnið HM, í Frakklandi 1998. Enginn af þeim fimm þjóðum sem unnið hefur 32ja liða HM hefur fengið á sig meira en fjögur mörk í leikjunum sjö í mótinu. Af þeim sjö þjóðum sem eftir eru í pottinum eru Pólverjar með verstu vörnina, þeir fengu á sig 1,4 mark í leik í undankeppninni. Þeir detta því út. Tíu sinnum hefur HM verið haldið í Evrópu. Aðeins einu sinni hefur þjóð frá Suður-Ameríku unnið HM í Evrópu, Brasilía í Svíþjóð 1958. Því detta Suður-Ameríkuþjóðirnar út hér og eftir standa Frakkland, Belgía, Þýskaland og Portúgal..mynd/bbcNæsta skref var að skoða markmennina. Góð vörn hefur einkennt sigurvegara heimsmeistaramótsins í tíðina frekar en mikil markaskorun. Í fjórum af síðustu fimm keppnum hefur markmaður heimsmeistaranna fengið gullhanskann. Manuel Neuer, Hugo Lloris og Thibaut Courtois eru þrír af best metnu markmönnum heims svo það féll í skaut Rui Patricio og Portúgal að detta úr keppni. Þá var litið á reynsluna. Eftir að fjölgað var í 32 lið fór reynslan að skipta meira og meira máli og hefur meðaltal landsleikja innan sigurliðsins farið hækkandi síðan þá. Af þeim þremur liðum sem eftir er eru Frakkar með reynsluminnsta liðið, aðiens 24,6 landsleiki að meðaltali á meðan Þjóðverjar eru með 43,3 og Belgar 45,1. Til þess að skera um á milli Belga og Þjóðverja var gripið á það ráð að það er mjög erfitt að verja heimsmeistaratitilinn. Enginn hefur unnið tvær keppnir í röð síðan Brasilía gerði það 1958 og 1962. Þrátt fyrir mjög gott gengi Þjóðverja í HM sögunni þá vinnur hún gegn þeim hér og BBC segir Belga verða heimsmeistara. „Nema einhver annar geri það. Sem er möguleiki...“Munu Belgar vinna HM?mynd/bbc
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira