Aron Einar Gunnarsson virtist gleyma takkaskónum sínum á leiðinni á æfingu karlalandsliðsins í Kabardinka í morgun. En engar áhyggjur, Sigurður Sveinn Þórðarson, sjálf dúllan, var komin með takkaskóna eftir nokkrar mínútur og landsliðsfyrirliðinn gat hafið æfingar.
Allir leikmenn Íslands æfðu í morgun í glapandi sólskyni. Þar voru engin tár en nóg af brosum og takkaskóm. Æfingin hófst á léttum teyguæfingum á jógadýnu í boði Sebastians styrktarþjálfara en í framhaldinu komur boltar og á eftir þeim landsliðsmenn.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með puttana á myndavélinni sem fyrr og myndaði það helsta.
Hár, bros og takkaskór
Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
