Kim orðinn sætasta stelpan á ballinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júní 2018 06:00 Þær eru ekki margar myndirnar sem ljósmyndarar, aðrir en þeir sem eru á bandi einræðisstjórnarinnar, hafa tekið af Kim. Þeim snarfjölgaði í gær. Vísir/afp Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í nótt. Fundur var ekki hafinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en til stóð að ræða sérstaklega kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir fundinn að það yrði lykilatriði fyrir Bandaríkin að ná fram „algjörri, sannreynanlegri og óafturkræfri“ kjarnorkuafvopnun. Pompeo sagði jafnframt að viðræðum miðaði vel áfram, líklega myndu ríkin komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Trump ræddi meðal annars við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í aðdraganda fundarins. „Það er ekki hægt að leysa þessar djúpstæðu deilur og kjarnorkumálið á einum leiðtogafundi. Þótt það sé stórt skref að hefja viðræður mun þetta taka tíma. Það gæti tekið ár, tvö ár eða jafnvel enn lengri tíma að leysa þennan hnút,“ sagði Moon eftir samtal sitt við Trump.Vísir greindi frá fundi Kim og Trump í beinni í nótt. Lýsinguna má finna með að smella hér. Eftir að hafa verið úti í kuldanum allt frá því hann tók við völdum í einræðisríkinu árið 2011 er Kim nú orðinn „sætasta stelpan á ballinu“. Hann hefur nú fundað með leiðtogum Kína, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og þá hafa leiðtogar bæði Sýrlands og Rússlands lýst yfir eindregnum áhuga á því að setjast niður með þessum eftirsótta manni. Það hefur lengi verið eitt helsta markmið Kim að koma sér á þennan stall. Þessu heldur Ken Gause, leiðandi sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu sem hefur skrifað fjölda bóka um ógnarstjórn Kim-fjölskyldunnar, fram í grein sem birtist í National Interest í maí.Kim og Trump gengu hlið við hlið til fundarins.Vísir/AFPSamkvæmt Gause áttar Kim sig á því að hann þurfi að horfa til framtíðar þar sem hann er einungis um 35 ára gamall. Hann þurfi að tryggja áframhaldandi valdatíð Kim-fjölskyldunnar í Norður-Kóreu og það geti hann einungis gert úr sterkri stöðu. Eftir að hafa reynt að fara viðræðuleiðina í upphafi valdatíðar sinnar áttaði Kim sig á því að sú leið væri torfær. Samningsstaðan væri ekki nógu sterk. „Kim Jong-un komst líklegast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að tryggja velgengni í viðræðum væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að hægt væri að gefa þau síðar upp á bátinn. Norður-Kórea þyrfti að koma að viðræðuborðinu í sterkri stöðu,“ sagði í grein Gause. Ár og dagar liðu og eldflauga- og kjarnorkutilraunir voru gerðar með reglulegu millibili. Í nóvember 2017 tilkynnti Kim svo að Norður-Kórea hefði komið sér upp raunverulegu kjarnorkuvopnabúri. Svo ákvað Kim, að sögn Gause, að byrja að trappa sig niður og hófst sú vinna með nýársávarpi í upphafi þessa árs þar sem kvað við nýjan tón. Í kjölfarið fylgdu viðræður við Moon og nú Trump sem þrýstu Kim fram í sviðsljósið. Guardian greindi svo frá því í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að tryggja áframhaldandi harðstjórn Kim-ættarinnar. „Við erum tilbúin til að gefa nauðsynleg loforð um öryggi Norður-Kóreu til að hægt sé að ná fram kjarnorkuafvopnun,“ sagði Mike Pompeo án þess að tjá sig nánar um þau loforð. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í nótt. Fundur var ekki hafinn þegar Fréttablaðið fór í prentun en til stóð að ræða sérstaklega kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði fyrir fundinn að það yrði lykilatriði fyrir Bandaríkin að ná fram „algjörri, sannreynanlegri og óafturkræfri“ kjarnorkuafvopnun. Pompeo sagði jafnframt að viðræðum miðaði vel áfram, líklega myndu ríkin komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Trump ræddi meðal annars við Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í aðdraganda fundarins. „Það er ekki hægt að leysa þessar djúpstæðu deilur og kjarnorkumálið á einum leiðtogafundi. Þótt það sé stórt skref að hefja viðræður mun þetta taka tíma. Það gæti tekið ár, tvö ár eða jafnvel enn lengri tíma að leysa þennan hnút,“ sagði Moon eftir samtal sitt við Trump.Vísir greindi frá fundi Kim og Trump í beinni í nótt. Lýsinguna má finna með að smella hér. Eftir að hafa verið úti í kuldanum allt frá því hann tók við völdum í einræðisríkinu árið 2011 er Kim nú orðinn „sætasta stelpan á ballinu“. Hann hefur nú fundað með leiðtogum Kína, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og þá hafa leiðtogar bæði Sýrlands og Rússlands lýst yfir eindregnum áhuga á því að setjast niður með þessum eftirsótta manni. Það hefur lengi verið eitt helsta markmið Kim að koma sér á þennan stall. Þessu heldur Ken Gause, leiðandi sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu sem hefur skrifað fjölda bóka um ógnarstjórn Kim-fjölskyldunnar, fram í grein sem birtist í National Interest í maí.Kim og Trump gengu hlið við hlið til fundarins.Vísir/AFPSamkvæmt Gause áttar Kim sig á því að hann þurfi að horfa til framtíðar þar sem hann er einungis um 35 ára gamall. Hann þurfi að tryggja áframhaldandi valdatíð Kim-fjölskyldunnar í Norður-Kóreu og það geti hann einungis gert úr sterkri stöðu. Eftir að hafa reynt að fara viðræðuleiðina í upphafi valdatíðar sinnar áttaði Kim sig á því að sú leið væri torfær. Samningsstaðan væri ekki nógu sterk. „Kim Jong-un komst líklegast að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að tryggja velgengni í viðræðum væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að hægt væri að gefa þau síðar upp á bátinn. Norður-Kórea þyrfti að koma að viðræðuborðinu í sterkri stöðu,“ sagði í grein Gause. Ár og dagar liðu og eldflauga- og kjarnorkutilraunir voru gerðar með reglulegu millibili. Í nóvember 2017 tilkynnti Kim svo að Norður-Kórea hefði komið sér upp raunverulegu kjarnorkuvopnabúri. Svo ákvað Kim, að sögn Gause, að byrja að trappa sig niður og hófst sú vinna með nýársávarpi í upphafi þessa árs þar sem kvað við nýjan tón. Í kjölfarið fylgdu viðræður við Moon og nú Trump sem þrýstu Kim fram í sviðsljósið. Guardian greindi svo frá því í gær að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að tryggja áframhaldandi harðstjórn Kim-ættarinnar. „Við erum tilbúin til að gefa nauðsynleg loforð um öryggi Norður-Kóreu til að hægt sé að ná fram kjarnorkuafvopnun,“ sagði Mike Pompeo án þess að tjá sig nánar um þau loforð.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30 Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53 Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bein lýsing frá sögulegum leiðtogafundi Trumps og Kims í Singapúr Bein lýsing frá stærsta leiðtogafundi frá því að Reagan hitti Gorbastjév í Höfða. 11. júní 2018 23:30
Ætla að finna leiðir til að viðhalda friði á Kóreuskaganum um ókomna tíð Trump og Kim munu funda á eyjunni Sentosa á þriðjudag en um er að ræða þekktan ferðamannastað sem státar af Universal Studios-skemmtigarði og manngerðum ströndum. 10. júní 2018 21:53
Bandaríkin tilbúin til að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu Bandaríkjastjórn er tilbúin til þess að gera fordæmalausan griðasamning við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorkuafvopnun síðarnefnda ríkisins. 11. júní 2018 12:38