Hvað er með þetta veður? Haukur Örn Birgisson skrifar 12. júní 2018 07:00 Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun