Glódís: Ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Glódís fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/andri marinó Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki