Sverrir Ingi: Þetta köllum við nú bara hafgolu Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 14:30 Sverrir Ingi á æfingu í dag. vísir/vilhelm Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason, miðvörður íslenska landsliðsins, er hæstánægður með aðstæður í Kabardinka þar sem að liðið æfir en völlurinn lítur glæsilega út og virkar í topp standi. „Völlurinn er frábær og bara eins góður og að hann getur verið, held ég,“ segir Sverrir Ingi sem var í viðtölum fyrir æfingu strákanna okkar í dag. Veðrið setti smá strik í reikninginn á æfingasvæðinu í dag. Mikið rok var í nótt sem felldi grindur sem áttu að koma í veg fyrir að blaðamenn á svæðinu gætu horft á æfinguna. Þeir voru í staðinn sendir heim þegar að æfingin hófst. „Þeir kalla þetta rok hérna en við þekkjum þetta ekki sem rok heima. Þar er þetta eiginlega hafgola. Það er fínt að fá smá kælingu inn á milli í hitanum,“ segir Sverrir léttur, en aðstæður á hótelinu eru einnig mjög góðar, að hans sögn. „Hótelið er mjög fínt. Það er búið að gera það eins gott og mögulegt er fyrir okkur þannig að okkur líður vel þarna. Menn hafa verið að aðlagast tímamismuninum en svo erum við með ýmislegt sem er búið að setja upp fyrir okkur. Okkur ætti ekki að leiðast þarna.“ Miðvörðurinn öflugi hefur sett mikla pressu á Ragnar Sigurðsson og Kára Árnason og gæti allt eins byrjað fyrsta leik á móti Argentínu. Hann miðar allavega sinn undirbúning við það. „Auðvitað reynir maður að undirbúa sig eins og maður sé að fara að spila en það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta verða þrír hörkuleikir með mislöngum tíma á milli þannig að þeir leikmenn sem byrja ekki fyrsta eða annan leik þurfa að vera klárir þegar að kallið kemur,“ segir Sverrir, en hefur samkeppnin áhrif á vinskap þremenninganna? „Alls ekki. Við náum allir mjög vel saman. Við erum allir saman í þessu hvort sem að það sé ég eða einhver annar sem spilar. Við styðjum hvorn annan alla leið enda vitum við að okkar sterkasta vopn er liðsheildin. Við munum klárlega halda áfram að styðja hvorn annan því að það er það sem hefur verið að virka,“ segir Sverrir Ingi Ingason. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00 Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30 Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52 Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Hjörvar fékk góða hugmynd til að auglýsa Sumarmessuna Þegar tveir góðir menn hittast í messu hjá Rikka G þá fæðast góðar hugmyndir. 11. júní 2018 14:00
Taktu prófið og kannaðu hvort þú sért sannur stuðningsmaður Íslands Nú er hægt að svara spurningalista á BBC til að sýna það og sanna að þú sért stuðningsmaður íslenska liðsins út í gegn. 11. júní 2018 13:30
Birkir fann kipp í rassinum og óttaðist að hann væri tognaður Fór í myndatöku og vonar það besta. 11. júní 2018 09:52
Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. 11. júní 2018 13:00
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00