Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. júní 2018 11:30 Messi við komuna til Moskvu vísir/getty Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Lionel Messi segir að HM í Rússlandi verði mögulega hans síðasta mót með argentínska landsliðinu en hann segir framtíð sína með Argentínu ráðast af því hvernig liðinu muni vegna, án þess að útskýra það nánar. „Ég veit það ekki. Það veltur á því hvernig okkur mun ganga; hvernig mótið endar hjá okkur,“ segir Messi í viðtali við spænska fjölmiðilinn Sport. Messi er af flestum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar en mörgum finnst hann vanta gullverðlaun með landsliðinu til að geta talist sá besti. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona en á aðeins ein gullverðlaun með Argentínu; það vannst á Ólympíuleikunum 2008. Þykir lítið gert úr þremur silfurverðlaunum í röðÞó Messi hafi ekki unnið HM eða Copa America er ekki þar með sagt að frammistaða kappans á stórmótum hafi verið hrein hörmung. Messi var til að mynda valinn besti leikmaður HM 2014 þegar Argentína beið lægri hlut fyrir Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Þá hefur Argentína þrisvar komist í úrslitaleik Copa America í tíð Messi og þar af í síðustu tveimur keppnum í röð. Umræðan í Argentínu hefur farið fyrir brjóstið á Messi og gaf hann það út eftir Copa America 2016 að hann væri hættur með landsliðinu. Hann hætti fljótlega við að hætta og ætlar að hjálpa Argentínu alla leið á HM í Rússlandi. „Sú staðreynd að við höfum tapað þremur (síðustu) úrslitaleikjum gerir stöðu okkar flókna varðandi argentínska fjölmiðla. Þeir skilja ekki hvað það er erfitt að komast í úrslitaleik.“ „Það er alls ekki létt og að hafa gert það þrisvar er þokkalegt afrek. Það er rétt að það er mikilvægt að vinna úrslitaleikina en það er ekki létt að komast alla leið í úrslit. Við þurfum ekki að óttast neitt lið. Það eru margir góðir leikmenn á HM en við höfum líka leikmenn sem allar þjóðir myndu vilja hafa í sínu liði,“ segir Messi. Fyrsti leikur Argentínu verður gegn Íslandi í Moskvu næstkomandi laugardag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira