Kitlar í þjálfaraputtana á æfingum í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 17:15 Magnús Gylfason með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/Vilhelm Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira