Pútín tilbúinn í fund með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 12:26 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála. Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segist tilbúinn til að hitta Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um leið og Bandaríkjamenn „væru tilbúnir“, eins og hann orðaði það. Pútín sagði koma til greina að halda fund þeirra í Vínarborg í Austurríki. „Um leið og þeir í Bandaríkjunum eru tilbúnir getur þessi fundur átt sér stað, eftir því hvernig dagskráin mín mun líta út auðvitað,“ sagði Pútín við blaðamenn í Kína í dag. „Bandaríski forsetinn hefur ítrekað sagt að slíkur fundur yrði hjálpsamur. Ég get staðfest það. Það er satt.“Fregnir hafa borist af því að Pútín hafi beðið Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, um hjálp við að skipuleggja fund hans og Trump og að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að íhuga fundarhöld með Pútín. Trump hefur á undanförnum dögum kallað eftir því að Rússlandi verði aftur hleypt inn meðal G7 ríkjanna svokölluðu, svo þau yrðu aftur G8. Rússum var vísað úr hópnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland. Þegar Trump var spurður að því í gær hvort hann væri tilbúinn til að viðurkenna eignarrétt Rússa á Krímskaga, skammaðist hann út í Barack Obama, forvera sinn, og sagði hann hafa leyft Rússum að taka svæðið. Þá sagði hann Rússa hafa eytt miklum peningum í Krímskaga og svaraði í raun ekki spurningunni. Hann ítrekaði þó að réttast væri að hleypa Rússum aftur inn í hópinn. Því eru hinir þjóðarleiðtogarnir sex hins vegar ósammála.
Donald Trump Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49