Kim mættur til Singapúr Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 08:48 Kim Jong-un á flugvellinum í Singapúr. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er mættur til Singapúr þar sem hann mun funda með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þriðjudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna hittast. Trump mun lenda í Singapúr seinna í dag en fundur þeirra mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Yfirvöld Bandaríkjanna vonast til þess að fundurinn muni leiða af sér að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Trump sagði þó í gær að hann myndi vita á fyrstu mínútu fundarinns hvort það væri mögulegt. Hann sagðist vel tilbúinn til að yfirgefa fundinn ef honum litist ekki á blikuna. Hann var þó borubrattur í Kanada í gær og sagði að þrátt fyrir að hann væri að fara inn á ókannað svæði væri hann fullur sjálfstrausts. „Ég trúi því að Kim Jong-un vilji gera eitthvað stórkostlegt fyrir fólkið sitt. Hann hefur tækifæri til þess og fær það tækifæri ekki aftur,“ sagði Trump. Norður-Kórea, undir stjórn Kim, hefur náð miklum framförum í þróun kjarnorkuvopna og langdrægra eldflauga og nú virðist sem að Kim vilji einbeita sér að efnahagi Norður-Kóreu og þá sérstaklega losna við umfangsmiklar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir sem beitt hefur verið gegn ríkinu og komið hefur verulega niður á efnahagi Norður-Kóreu. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á vopnaþróun hefur fólk Norður-Kóreu setið á hakanum. Vannæring er talin hafa aukist til muna og er áætlað að um 40 prósent íbúa séu vannærð. Sérfræðingar segja að fundurinn með Trump muni veita Kim ákveðna viðurkenningu sem hvorki faðir hans né afi hafi notið. Markmið hans sé að tryggja sig í sessi heima fyrir. Það vilji hann gera með því að bæta efnahag landsins og er fundurinn með Trump í rauninni bara framhald af herferð Kim sem hófst í byrjun ársins.Factfile on human rights abuses and issues in North Korea, documented in major reports pic.twitter.com/crPkdAq3qG— AFP news agency (@AFP) June 10, 2018 Kim Jong un has brought with him Kim Yong Chol (who went to Washington to see Trump), Ri Su Yong (in charge of foreign affairs in the Workers' Party, was ambassador to Switzerland while KJU was at school there), and foreign minister Ri Yong Ho pic.twitter.com/QFYmj3P4vb— Anna Fifield (@annafifield) June 10, 2018
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira