Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2018 14:30 Danny Dyer er helst þekktur fyrir leik í sápuóperunni EastEnders. Vísir/Getty Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu. Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Sápuóperustjarnan Danny Dyer er orðin óvænt hetja þeirra sem eru mótfallnir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. Cameron boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu þar kjósendur fengu tækifæri til þess að kjósa um hvort Bretland ætti að yfirgefa ESB eða ekki. Naumur meirihluti kjósenda kaus með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Málið er eitt helsta deilumál Breta og enn eru skiptar skoðanir um ágæti þess að Bretland yfirgefi ESB. Dyer, sem helst er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni Eastenders, var gestur í spjallþættinum Good Evening Britain, ásamt Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Pamelu Anderson. Brexit var á meðal umræðuefna. „Það veit enginn hvað þetta fjandans Brexit er,“ sagði Dyer um væntanlega útgöngu Breta en hann sparaði blótsyrðin ekki í beinni útsendingu. „Þetta er eins og einhver brjáluð ráðgáta sem enginn veit hvað er.“ 'It's like this mad riddle' - a frustrated Danny Dyer lets rip to @piersmorgan and @susannareid100 about #Brexit https://t.co/DFAB71aM6l #GEB pic.twitter.com/rH8c5eVGot— Good Morning Britain (@GMB) June 29, 2018 Sneri Dyer sér þá að Cameron og lét hann forsætisráðherrann fyrrverandi heyra það. Velti Dyer því fyrir sér hvað Cameron væri að gera í dag og af hverju honum hafi tekist að láta lítið fyrir sér fara eftir að hann sagði af sér embætti eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvað er orðið um fíflið hann David Cameron sem ákvað þetta,“ sagði Dyer og virtist mikið niðri fyrir er hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Hvar er hann? Hvernig gat hann bara skutlað sér í burtu? Hann er í Evrópu, í Nice með lappirnar upp í loft. Hvar er maðurinn? Það þarf að draga hann til ábyrgðar,“ sagði Dyer áður en hann náði að lauma inn einu skammaryrðinu í viðbót.Í umfjöllun Guardian um eldræðu Dyer segir að myndband af ræðunni hafi verið deilt víða í Bretlandi og sagði Edgar Wright, höfundur mynda á borð við Baby Driver og Hot Fuzz, að Dyer væri nú orðinn þjóðarskáld Bretlands. Þá segir einnig í frétt Guardian að óvíst sé hvort að Cameron hafi verið í Nice í Frakklandi í vikunni. Hann hafi þó að undanförnu sést á vappi í London á fundum með stjórnmálamönnum og blaðamönnum sem ýtt hefur undir vangaveltur þess efnis að hann ætli sér mögulega að snúa aftur í stjórnmálin. Cameron hefur að undanförnu unnið að ritun ævisögu sinnar en útgáfu hennar hefur verið frestað til næsta árs. Er Cameron sagður þjást af ritstíflu.
Brexit ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Flytur lykilfólk til Parísar vegna Brexit Bank of America hefur hraðað undirbúningi sínum vegna Brexit með því að flytja þrjá háttsetta stjórnendur frá höfuðstöðvum bankans í Lundúnum til Parísar þar sem til stendur að efla fjárfestingabankastarfsemi í frönsku höfuðborginni. 26. júní 2018 16:30
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47