Marokkóar brjálaðir yfir dómgæslunni á HM | Forsetinn sendi FIFA bréf Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. júní 2018 10:00 Marokkóar telja að á sér hafi verið brotið vísir/getty Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Marokkóar eru allt annað en sáttir við dómgæsluna á HM í Rússlandi og telja gróflega hafa verið brotið á sér. Marokkó sat eftir í B-riðli þar sem Portúgal og Spánn fóru áfram en Marokkóar fengu aðeins eitt stig; töpuðu gegn Íran og Portúgal áður en þeir gerðu jafntefli við Spánverja. Fouzi Lekjaa, forseti knattspyrnusambands Marokkó, hefur sent formlega kvörtun inn á borð til FIFA og er hún birt í heild sinni á Twitter reikningi knattspyrnusambandsins eins og sjá má hér fyrir neðan. „Við viljum lýsa yfir reiði okkar vegna þess óréttlætis sem landsliðið okkar mátti þola í kjölfar alvarlegra dómaramistaka sem leiddu til þess að liðið féll úr leik of snemma, í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar," er meðal þess sem segir í bréfinu. Í bréfinu eru listuð upp helstu dómarnir sem Marokkóar eru ósáttir með en um er að ræða þrjú atvik í 1-0 tapi gegn Portúgal og fimm atvik í 2-2 jafnteflinu gegn Spánverjum. Cristiano Ronaldo gerði eina mark Portúgals með skalla eftir hornspyrnu en þar vildu Marokkóar meina að Portúgalar hefðu brotið af sér inn í vítateignum áður en Ronaldo skallaði boltann í netið. Marokkóar gerðu tilkall til vítaspyrnu tvisvar í leiknum og eru mjög ósáttir með að dómari leiksins hafi ekki nýtt sér myndbandatæknina. Í kjölfar tapsins gegn Portúgal var Marokkó úr leik fyrir lokaleikinn gegn Spáni. Meðal þess sem þeir kvarta yfir í þeim leik var jöfnunarmark Spánverja sem skorað var á lokaandartökum leiksins.رسالة رئيس الجامعة لرئيس الفيفا بخصوص الأخطاء التحكيمية التي تعرض لها المنتخب المغربي في كأس العالم pic.twitter.com/Gxxp2Hp57D— FRMF (@FRMFOFFICIEL) June 28, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00 Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00 Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00 Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
FIFA neitar því að dómari hafi beðið um treyju Ronaldo Marokkó er úr leik á HM í fótbolta eftir 1-0 tap gegn Portúgal í gær þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Eftir leik sagði Nordin Amrabat dómara leiksins hafa beðið um treyju Ronaldo eftir leik. 21. júní 2018 16:00
Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. 15. júní 2018 17:00
Spánn sigraði B-riðil eftir dramatískar lokamínútur Spánn endaði á toppi B-riðils á HM í Rússlandi eftir mikla dramatík í lok leiks Spánverja og Marokkó í kvöld þar sem myndbandsdómarar tryggðu Spánverjum stig í uppbótartíma. 25. júní 2018 20:00
Ronaldo refsaði Marokkó fyrir dýrkeyptan klaufaskap Portúgal er í vænlegri stöðu en Marokkó er úr leik á HM í Rússlandi eftir eins marks sigur Portúgala í fyrsta leik dagsins. Mark Cristiano Ronaldo á fjórðu mínútu gerði út um leikinn. 20. júní 2018 14:00