Hundruð mótmælenda handteknir í Washington Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2018 06:36 Leikkonan Susan Sarandon var meðal mótmælendanna. Vísir/AP Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Næstum því sex hundruð mótmælendur, flestir þeirra konur, voru handteknir í Washington í gær. Hópurinn hafði safnast saman í skrifstofum öldungadeildar Bandaríkjaþings til að mótmæla aðskilnaði barna frá foreldrum sínum við komuna til landsins. Mótmælin eru sögð vera forsmekkurinn að því sem koma skal. Fyrirhugaðar eru kröfugöngur í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna á morgun þar sem þess verður krafist að aðskilnaðinum verði hætt. Þá er talið að ákvörðun hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti á miðvikudag að hann myndi setjast í helgan stein, verði sem olía á eld mótmælendanna. Þeir óttast að Bandaríkjaforseti kunni að fylla skarð hans með íhaldsamari hæstaréttadómara og þannig torvelda innreið frjálslyndra laga í Bandaríkjunum. Meira um það í fréttaskýringu Vísis: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan TrumpsMótmælendurnir sem söfnuðust saman í öldungardeildarskrifstofunum í gær voru þar í friðsælum tilgangi. Þeir settust á gólfið og réttu hnefa upp í loft til marks um andstöðu sína við innflytjendastefnuna. Þá höfðu margir þeirra vafið um sig álpappír sem sagður er vera vísun í yfirbreiðslur sem börnin, sem skilin eru frá foreldrum sínum, fá í flóttamannabúðunum. Þá hrópuðu mótmælendur slagorð þar sem farið var fram á að flóttamannastofnun Bandaríkjanna yrði lögð niður. Þá kölluðu þeir einnig að þeim væri ekki sama og svöruðu þar með umdeildum jakka forsetafrúar Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Meðal þeirra handteknu var öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, Pramila Jayapal, sem tekið hafði þátt í mótmælunum. Hún segir að flóttamannastefnan sé ómannúðleg og að sem þingmaður vilji hún ekki að nafn hennar sé bendlað við stefnuna. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að alls hafi um 575 verið handteknir og kærðir fyrir að ólöglegar mótmælaaðgerðir. Mótmælendurnir hafi allir fengið að halda til síns heima eftir að mál þeirra voru komin í formlegt ferli. Nánar má fræðast um mótmælin á vef Guardian.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15 Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Nokkur slæm pólitísk tískuslys Melania Trump segist ekki hafa meint neitt illt með því að klæðast jakka með áletruninni „Mér er í raun alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti flóttamannabúðir fyrir börn sem hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem klæðaval hefur pólitískar afleiðingar. 22. júní 2018 13:15
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35