Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar Elísabet Inga skrifar 28. júní 2018 19:15 Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur fanginn Barry Van Tuijl verið fluttur frá Kvíabryggju í lokað fangelsi á Hólmsheiði. Þar fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarfnast að mati Afstöðu, félags fanga. Félagið segir hann ekki hafa komist í sturtu, né fengið aðgang að hjólastól eftir flutninginn, en Barry missti annan fótinn fyrir nokkrum árum síðan. Lögmaður fangans mun kæra ákvörðun fangelsismálastofnunar. Að sögn Guðmundar Ragnarssonar, lögmanns Barry er ástæða flutningsins sú að hann hafi fengið símtal frá fyrrum samfanga sem bað hann að hitta sig á golfvelli Kvíabryggju sem staðsettur er á lóð fangelsisins. Þangað hafi Barry farið og átt samskipti við manninn án þess að gera sér grein fyrir því að um mögulegt brot á reglum Kvíabryggju væri að ræða. Í samtali við fréttastofu segist lögmaður Barrys ósammála ákvörðun fangelsismálastofnunar um að flytja fangann og telur hann að ekki sé um agabrot að ræða. Ásamt því að kæra ákvörðunina til æðra stjórnvalds mun hann óska eftir flýtimeðferð í ljósi fötlunar fangans. Formaður félags fanga er tekur undir með Guðmundi og telur ábyrgðina liggja hjá fangelsinu „Fangi getur aldrei borið ábyrgð á því hverjir hafa heimsóknarleyfi í fangelsinu eða hverjir séu inni á svæði fangelsisins. Fangelsisyfirvöld verða að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonGuðmundur telur ákvörðun fangelsismálastofnunar þunga refsingu fyrir smávægilegt brot. Þá segir hann að aðgengi fatlaðra sé slæmt í öllum fangelsum landsins. „Fangavist fatlaðra er þungbærari en annarra vegna þess að þeir njóta ekki sömu þjónustu. Þeir eru lengur í fangelsi en aðrir vegna þess að þeir geta ekki nýtt sér framfarir í fangavistinni á borð við vistun á áfangaheimili eða vera með ökklaband,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar leitaði fanginn sjálfur til félags fanga áður en að flutningnum kom og bað um aðstoð. Félagið gagnrýnir Fangelsismálastofnun harðlega fyrir að svara ekki erindum þess áður en að flutningnum kom. Krafa félagsins er að Barry verði aftur fluttur á Kvíabryggju í ljósi fötlunar og þeirra sjónarmiða að ekki hafi meðalhófs veri gætt. „Þetta er einhliða ákvörðun sem er tekin með offorsi, sem ég skil ekki. Lítið er hugað um veikindi fólks og aðstæður þegar svona ákvarðanir eru teknar í flýti. Barry líður mjög illa. Það er mjög þungt yfir honum vegna þessa,“ segir Guðmundur. Fram kemur í tilkynningu Afstöðu að fanginn hafi verið til fyrirmyndar á meðan dvöl hans stóð á Kvíabryggju og hafa samfangar leitað til hans eftir ráðum og sálgæslu auk þess sem hann hefur lagt sig fram við að byggja unga afplánunarfanga upp andlega, aðstoða þá við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Staðgengill forstjóra Fangelsismálastofnunar sagðist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga, þegar fréttastofa náði tali af honum en sagði brot á heimsóknarreglum geta verið misalvarleg og varðað mismunandi agaviðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða.
Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00