Pence „eitruð naðra“ i augum Maduro Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:43 Varaforseti Bandaríkjanna sakar Nicolás Maduro um harðstjórn í Venesúela. Vísir/epa Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela. Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela.
Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15