Pence „eitruð naðra“ i augum Maduro Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2018 07:43 Varaforseti Bandaríkjanna sakar Nicolás Maduro um harðstjórn í Venesúela. Vísir/epa Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela. Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Forseti Venesúela lýsir varaforseta Bandaríkjanna sem „eitraðri nöðru“ eftir fund þess síðarnefnda með venesúelskum flóttamönnum, sem leitað hafa á náðir brasilískra stjórnvalda. Nicolás Maduro segir að Mike Pence, sem hefur sakaði forsetann um að stjórna ríki sínu með harðri hendi, tali bara í þreyttum frösum og að ekkert nýtt kæmi fram í máli hans þegar hann opnaði munninn. Maduro beinir jafnframt spjótum sínum að Evrópusambandinu, sem hann sakar um undirlægjuhátt við Bandaríkin, eftir að sambandið ákvað að herða refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Caracas.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröðTugþúsundir hafa flúið Venesúela á síðustu árum, ekki síst vegna gríðarlega bágs efnahagasástands. Talið er að um 32 þúsund Venesúelabúar hafi flúið til Brasilíu í leit að betra lífi. Mike Pence heimsótti venesúelska flóttamenn í brasilísku borginni Manaus. Heimsóknin fór öfugt ofan í Maduro.Vísir/EPAEfnahagsástandið hefur leitt til vargaldar í Venesúela. Hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í átökum, bæði innbyrðis sem og við lögreglusveitir forsetans. Talið er að þorri þjóðarinnar búi við næringarskort enda standa hillur stórmarkaða tómar eftir óðaverðbólgu síðustu mánaða. Evrópusambandið ákvað í síðustu viku að leggja viðskiptaþvinganir á 11 háttsetta stjórnmálamenn í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar kosninga í Veneúsela, sem sambandið segir að hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar. Stjórnarandstaða landsins ákvað að sniðganga kosningarnar af sömu sökum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á viðskiptaþvingununum er nýkjörinn varaforseti Venesúela, Delcy Rodríguez. Maduro hlaut góða kosningu og er kjörtímabil hans til sex ára. Hann hefur sakað Bandaríkin um að há „efnaghagsstríð“ þjóð sinni með það fyrir augum að koma sér frá völdum. Þar að auki girnist Bandaríkjamenn olíuauð Venesúela.
Bandaríkin Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03 Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. 11. maí 2017 20:03
Bannar stjórnarandstöðunni að bjóða fram Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, segir að helstu stjórnarandstöðuflokkar landsins fái ekki að taka þátt í forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 11. desember 2017 07:37
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent