15 þúsund krónur urðu að 650 þúsund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Deila um öryggishliðið og gjaldið sem tengist því hefur staðið í fjögur ár. Vísir Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óafsakanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óafsakanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira