Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 28. júní 2018 07:00 Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar