Hrósaði Íslandi fyrir baráttuna og hugrekkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2018 20:52 Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins. Getty „Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira
„Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Dalic við blaðamenn. „Við fengum þrjú stig, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. Stundum vinnur maður og stundum tapar maður.“ Dalic skilar Króötum upp úr riðlinum á HM með níu stig, fullt hús og liðið þykir til alls líklegt. Íslenska liðið spilaði afar vel gegn Króötunum í dag. „Ísland hefur það sem er mjög mikilvægt; karakter, aga og baráttukraft.“ Króatar hafi gert það sem þeir vildu gera. „Ég get bara óskað íslenska liðinu til hamingju með frammistöðuna, baráttuna og hugrekkið. Þetta er frábært lið sem leikur fótbolta á eins góðan hátt og það passar þeim,“ sagði Dalic. Honum var tíðrætt um háar sendingar Íslands fram völlinn sem reyndust Króötum á köflum afar erfiðar. „Það er mjög erfitt að leika gegn löngu sendingunum og föstu leikatriðunum,“ sagði Dalic sem ítrekaði hrós sitt en það væri fyrst og fremst frammistaða Króatanna sem skipti máli. Dalic var einnig spurður hvort að það hafi verið svekkjandi að fá á sig mark í kvöld og fara upp úr riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í öllum þremur leikjum riðlakeppninnar. „Það var svekkandi að fá mark á okkur en við vorum líka heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í kvöld. Markvörðurinn okkar bjargaði okkur,“ sagði hann. Dalic segir að markatala liðsins sé þrátt fyrir allt mjög góð og ekki síst stigasöfnunin sem öllu máli skiptir. „Það bjóst enginn við því að við myndum ná níu stigum en við fengum þau. En nú er riðlakeppnin búin. Við þurfum að skilja við þessa þrjá leiki og einbeita okkur að Danmörku. Það er stund sannleikans fyrir okkur og við bíðum spenntir eftir leiknum,“ sagði hann. „Við höfum spilað vel og gefið nánast öllum leikmönnum tækifæri til að spila á HM sem eiga það skilið. En nú er þetta stig keppninnar búið. Ég held að við munum ekki falla úr leik í næstu umferð en við þurfum að einbeita okkur að Dönum og taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Sjá meira