Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Sylvía Hall skrifar 25. júní 2018 18:13 Secret Solstice. VÍSIR/Andri Marinó Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna. Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og að hátíðin fari ekki aftur fram í Laugardal. Í ályktuninni segir að skipuleggjendum og borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að standa við gefin loforð hvað varðar umgengni í nærumhverfi tónleikasvæðisins, þar á meðal leikskólum og á skólalóðum. Lítið hafi breyst á milli ára. „Íbúar eru því enn eitt árið tilneyddir til að halda börnum sínum í hálfgerðu stofufangelsi á meðan á hátíðinni stendur, vilji þeir ekki eiga það á hættu að börnin þeirra detti um ælupolla, áhöld til fíkniefnaneyslu, notaðar sprautunálar og hálftómar bjórdósir, á leiksvæðum sínum í hverfinu. Það er nokkuð ljóst að umfanga hátíðarinnar er algjörlega komin yfir þolmörk hverfisins."Börnum niður í fimmtán ára afhent armbönd sem leyfa áfengiskaup Foreldrafélagið segir vandamálið ekki eingöngu snúa að þeim börnum sem sækja þessa skóla. Börn niður í fimmtán ára aldur hafi fengið afhent armbönd sem gerði þeim kleift að kaupa áfengi og það hafi verið þvert á gefin loforð frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þá segir foreldrafélagið að ástandið í nærumhverfi hátíðarinnar hafi verið með öllu óásættanlegt, en þar höfðu ungmenni hópast saman alla þá daga sem hátíðin stóð yfir. „Þar hópast saman ungmenni niður í 15 ára og líkja foreldrar sem stóðu Foreldravaktina ástandinu við það stríðsástand sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur fyrir nokkrum árum,“ segir í ályktuninni. „Á þessum svæðum fer fram mikil vímuefnaneysla og eiturlyfjasala og er ástand umhverfisins í takt við það.“ Þá segir foreldrafélagið hátíðina ekki vera í takt við þau yfirlýstu markmið Reykjavíkurborgar að vera heilsueflandi borg og það séu mikil vonbrigði að hátíðin fari fram á íþróttasvæði Þróttar, sem eigi að vera forvarnaraðili í hverfinu á meðal ungmenna.
Secret Solstice Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Foreldrar hafa áhyggjur af vímuefnanotkun á Secret Solstice 22. júní 2018 19:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Í takti við það sem gerist á öðrum hátíðum Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að fjöldi fíkniefnamála á hátíðinni sé í takt við það sem gerist á öðrum sambærilegum hátíðum. 24. júní 2018 10:33
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57