Ekki hægt að trufla Heimi því hann er ekki með kveikt á símanum Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 15:30 Heimir Hallgrímsson virðist geta haldið uppi vestum með mættinum einum saman. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira