Fangelsisdómur fyrir klám, ærumeiðingar og blygðunarsemisbrot Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Landsréttur mildaði fyrir helgi dóm yfir Sigurði Dalmann Áslaugarsyni. Hann var dæmdur fyrir brot gegn blygðunarsemi, dreifingu kláms og ærumeiðingar. Sigurður tók upp kynmök sín við annan karlmann og sendi efni úr upptökunni á tvo nafngreinda menn og þáverandi unnustu mannsins. Hann hlaut fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti en hafði fengið tveggja ára fangelsi í héraði. Upphaf málsins má rekja til þess að brotaþoli var í skuld vegna fíkniefnaneyslu. Bað hann Sigurð um að lána sér fé og féllst hann á það gegn því að brotaþoli svæfi hjá sér. Tók síðan þau kynmök upp og geymdi upptökuna. Skuldin var hins vegar ekki greidd og áttu mennirnir eftir að sofa oftar saman. Brotaþoli bar því við að ef hann yrði ekki við því yrðu myndirnar af honum settar í dreifingu. Það var síðar gert þegar Sigurður sendi myndirnar á þáverandi unnustu og barnsmóður brotaþolans í málinu. „Þú veist vel hvaðan þetta er!! og í hvaða skipti.. ég á þetta live allt saman.. 10 min myndband, búinn að vera með camerur síðan það var ráðist inn heim til mín… ég á 4 myndbönd sem ég hef geymt af okkur, ef að ég þyrfti að nýta þau einhvern tímann!!“ sagði í hótun Sigurðar til fórnarlambsins. Sigurður á að baki brotaferil sem nær aftur til ársins 1995. Í héraði hafði refsing verið ákveðin með hliðsjón af eldri dómum sem hann hafði hlotið árin 2011, 2013 og 2014 en honum hafði verið veitt reynslulausn af eftirstöðvum refsingarinnar. Landsréttur taldi hins vegar skilyrði þess að dæma eftirstöðvarnar upp ekki uppfyllt og stytti refsitímann. Þá var Sigurður dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljónir króna í miskabætur en upphæðin var 2 milljónir í héraði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira