Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 14:11 Mjótt var á munum í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir tveimur árum. Þeir sem gengu í London í dag kröfðust þess að fá að greiða atkvæði um samning ríkisstjórnarinnar við ESB um útgönguna. Vísir/EPA Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina. Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins komu saman í miðborg London í dag til að krefjast þess að fá að segja hug sinn til samnings um Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa ýjað að því að Bretar gætu dregið sig út úr sambandinu án þess að fyrir liggi samningur um samband landsins við Evrópu. Mótmælunum er ætlað að setja þrýsting á Theresu May, forsætisráðherra, og Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vegna Brexit. Útgangan á að ganga í gegn á næsta ári. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þúsund fylgjenda Evrópusambandsaðildarinnar hafi komið saman í London í dag.The Guardian segir að tugir þúsunda hafi gengið frá Pall Mall að torginu fyrir framan breska þinghúsið í tilefni af því að tvö ár eru nú liðin frá Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni. Í hópnum hafi verið stuðningsmenn bæði Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins en einnig evrópskir borgarar. James McGrory, einn skipuleggjenda kröfugöngunnar frá þrýstihópnum Opið Bretland, segir að landsmenn ættu að fá val á milli samnings sem ríkisstjórnin gerir við ESB og þess að halda í aðildina að ESB.Þjóðin fái að segja hug sinn aftur Breska þingið mun greiða atkvæði um samning sem ríkisstjórnin stefnir á að gera við ESB um framtíðarsamskiptin í haust. BBC segir óljóst hvað gerist ef þingmenn hafna samningi. Þá hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum ríkisstjórnarinnar og ESB. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar May hafa nýlega gefið í skyn að Bretlandi gæti yfirgefið sambandið án þess að nokkur samningur væri gerður. Íhaldsflokkurinn hefur logað í illdeilum vegna Brexit þar sem harðlínumenn og fylgjendur ESB-aðildar hafa tekist á. Corbyn hefur einnig sætt harðri gagnrýni fyrir að stilla flokk sínum ekki upp sem skýrum valkosti við Brexit-stefnu ríkisstjórnar May forsætisráðherra. McGrory segir það ekki nóg að þingmenn fái að segja hug sinn á mögulegum samningi. Hann ætti að leggja fyrir alla bresku þjóðina.
Brexit Tengdar fréttir Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57