Þeir spila einmitt á Secret Solstice í kvöld klukkan 20:20 í kvöld. Axel segist spenntur og getur varla beðið eftir kvöldinu. „Annars erum við að taka upp og semja okkar næstu plötu og svo erum við að spila í brúðkaupi hjá vini okkar Jack Churro í Kansas City í júlí.“ Þeir hafa ekki spilað á mörgum tónleikum á Íslandi undanfarið og það virðist ekki vera að breytast á næstunni.
„Þessi lagalisti er bara týpískur í teitið hjá mér á föstudagskvöldi,“ segir Axel um lagavalið. Skítug gítarbjögun einkennir mikið af lögunum á listanum og gamaldags rokk og ról er í hávegum haft.