Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni.
Brozovic fékk gult spjald í uppbótartíma í kvöld eftir átök í uppbótartíma er Króatía vann 3-0 sigur á Argentínu og tryggði sig áfram í 16-liða úrslitin.
Það var hans annað gula spjald í fyrstu tveimur leikjunum í keppninni og það þýðir að hann sé kominn í leikbann.
Er Króatía og Ísland mættust í fyrri leik liðanna í undankeppninni fyrir HM skoraði Brozovic bæði mörkin svo það er fínt að Íslands-baninn sé komin í bann.
Ísland mætir eins og kunnugt er Nígeríu á morgun í Volgograd en á þriðjudaginn spilar liðið svo við Króatíu í Rostov.
Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið







Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
