Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 18:45 Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Fréttablaðið/Auðunn Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga. Það sé gott að lýðræðisbyltingin hafi náð inn í hreyfinguna sem verði að ná vopnum sínum gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldinu. Óróleiki sé til marks um líf innan hreyfingarinnar. Eftir að Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti í gær að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í embætti forseta Alþýðusambandsins hefur eðlilega verið horft til þeirra sem helst hafa gagnrýnt hann. Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík hafa hins vegar öll gefið út að þau sækist ekki eftir embættinu. Sverrir Albertsson lýsti því aftur á móti yfir í fréttum okkar í gær að hann gæfi kost á sér. „Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar,” sagði Sverrir í gær. Hreyfingin þyrfti á því að halda að sameina kraftana eftir ólguna innan hennar að undanförnu. Undir það tekur Drífa Snædal sem margir hafa nefnt sem mögulegan næsta forseta ASÍ. „Ég er búin að lofa að hugsa málið. Ég tel að það liggi ekkert á. Það er þing í haust og ég mun taka ákvörðun í haust,” segir Drífa. Fáir efast aftur á móti um að Drífa valdi ekki starfinu og ef hún næði kjöri á 300 manna þingi ASÍ yrði hún fyrsta konan í aldarsögu hreyfingarinnar til að gera það, þótt hún segi að það yrði ekki grundvöllur fyrir hana til að bjóða sig fram. Hún segir hins vegar eðlilegt að breytingar eigi sér stað innan hreyfingarinnar.Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust.„Það var kannski kominn tími til að það yrðu breytingar í hreyfingunni. Að þessi lýðræðisbylgja sem hefur verið í öllu samfélaginu næði inn fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég er fegin að hún gerði það því ef hún hefði ekki náð inn hefði verkalýðshreyfingin ekki verið sérlega lifandi afl,” segir Drífa. Það verði alltaf óróleiki að einhverju marki í verkalýðshreyfingunni enda sé það lífsmark að svo sé. Alþýðusambandið verði engu að síður að ná vopnum sínum og verkalýðshreyfingin að vera samtaka í kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum. Annars væri hreyfingin ekki að sinna hagsmunum vinnandi fólks í landinu. „Það er hið stóra verkefni sem liggur fyrir í haust. En það verkefni verður ekki útkljáð fyrr en á þingi Alþýðusambandsins í október. Þannig að við verðum að þola einhver yfirgangstíma núna og óróleika,” segir Drífa. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að deilurnar að undanförnu hafi snúist allt of mikið um persónur og leikendur en ekki málefni. „Hver er forseti ASÍ hverju sinni er ekki aðalmálið. Aðalmálið er hvaða ákvarðanir eru lýðræðislega teknar í hreyfingunni,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00 Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. 21. júní 2018 06:00
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03