Búið í Færeyjum í 28 ár og ætlar með landsliðinu í úrslitaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 22:00 Heine, Guðmundur og Markús. Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hefur búið í Færeyjum í 28 ár eða frá árinu 1990. Hann fylgir samt íslenskum landsliðum eftir sem mest hann má og er að sjálfsögðu mættur til Rússlands. Með í för er sonur hans Markús Justinussen Guðmundsson og Heine Justinussen. „Við vorum í Frakklandi fyrir tveimur árum, líka með Færeyingum, og svo í Þýskalandi á sínum tíma,“ segir Guðmundur. Hann á við leikinn fræga í Hamburg þegar Ísland lék við heimamenn í lokaleiknum í riðlinum, enn í séns að komast á Evrópumótið 2004. Niðurstaðan varð 3-0 jafntefli þar sem mark var dæmt af Hermanni Hreiðarssyni sem hefði jafnað í 1-1. Stutt á milli hláturs og gráturs. „Ég er harður stuðningsmaður og fylgi þeim út um allt.“ Göngustígur sem liggur að stuðningsmannasvæðinu í Volgograd.Vísir/VilhelmÞremenningarnir segja stemmninguna heima í Færeyjum fyrir íslenska landsliðinu afar mikla. Þannig hafi um 1500 manns safnast saman á Tröppunum í Þórshöfn og horft saman á Argentínuleikinn. Guðmundur á von á öðru eins gegn Nígeríu á morgun. „Það er svo frábært, ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ segir Guðmundur. Verslunum verður lokað á Íslandi meðan leik stendur og á Guðmundur allt eins von á að það verði uppi á teningnum í einhverjum verslunum í Færeyjum. „Og hérna í Rússlandi! Við hittum einn verslunareiganda í Moskvu og hann ætlaði að loka á meðan Ísland léki gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en verslunin var einhvers konar túristabúð.Færeyingar hafa löngum stutt við bakið á Íslendingum.Vísir/SHStrákarnir ætla að fylgja íslenska liðinu alla leið. „Follow your team,“ segja þeir og vísa til þeirrar tegundar miða þar sem maður tryggir sér miða á leiki eins langt og liðið manns nær í keppninni. „Alla leið í úrslitaleikinn. Ef strákarnir ætla að gera þetta þá gerum við það líka,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg æðislegt. Algjört ævintýri.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira