Segir skynsamlegt af Gylfa að víkja fyrir nýrri forystu hjá ASÍ Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson lætur af starfi forseta ASÍ í haust. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tilkynnti á miðstjórnarfundi sambandsins í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs á 43. þingi ASÍ í október. Gylfi segir að harðnandi deilur innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu sem að miklu leyti hafi beinst gegn hans persónu hafi tekið á. „Það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna.“ Formenn VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar eru meðal þeirra sem eldað hafa grátt silfur við Gylfa að undanförnu. VR, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn lýstu yfir vantrausti á Gylfi nýverið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lögðu á fundinum í gær fram bréf þar sem þau tilkynntu að þau myndu sem áheyrnarfulltrúar sniðganga fundi miðstjórnar ASÍ fram á haust.Sjá einnig: Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Ástæðan var meðal annars sú að ljóst væri orðið að ekki yrði tekið tillit til þeirra breytinga sem orðið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og af orðræðunni innan miðstjórnarinnar að dæma væri ljóst að farið yrði að einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðafræði sem Gylfi hefði boðað. Gylfi hefur verið forseti ASÍ í tíu ár, en var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn í fjórgang eftir það. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Gylfa undanfarin misseri er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Ég tel þetta vera mjög skynsamlega ákvörðun hjá forseta ASÍ og gefa nýrri forystu tækifæri til þess að leiða komandi baráttu,“ segir Vilhjálmur aðspurður um viðbrögð við tilkynningu Gylfa. „Nú er næsta verk hjá okkur sem erum með meirihluta innan ASÍ að finna einhvern kraftmikinn einstakling til að taka við þessu viðamikla embætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27