Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 22:22 Vilhjálmur segir Hval hf. vera að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira