Verkalýðsleiðtogi sakar Hval hf. um ólöglegar aðgerðir: „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði" Sylvía Hall skrifar 20. júní 2018 22:22 Vilhjálmur segir Hval hf. vera að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur við að tryggja og varðveita réttindi sinna félagsmanna. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að Kristján Loftsson ætli að refsa Verkalýðsfélagi Akraness með því að meina starfsmönnum Hvals að vera í verkalýðsfélaginu. Segir hann þetta vera í kjölfar dómsmáls sem verkalýðsfélagið vann gegn Hval hf. vegna vanefnda á kjörum starfsmanns. Forsaga málsins er sú að starfsmaður Hvals hf. leitaði til verkalýðsfélagsins árið 2015 í kjölfar gruns um brot á samningsbundnum launagreiðslum. Sendi þá verkalýðsfélagið Hval hf. bréf þar sem krafist var þess að laun starfsmannsins yrðu leiðrétt afturvirkt. Bréfinu var svarað af Samtökum atvinnulífsins sem sögðulaunagreiðslur vera í samræmi við ráðningar- og kjarasamning. Eftir árangurslaus bréfasamskipti ákvað starfsmaðurinn að höfða mál gegn fyrirtækinu. Hæstiréttur dæmdi í málinu þann 14. júní síðastliðinn eftir að úrskurði Héraðsdóms Vesturlands var áfrýjað og hlaut starfsmaðurinn 700 þúsund krónur vegna vanefnda á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.Ætla að fylgja málinu eftir af fullum þunga Í færslunni segir Vilhjálmur að þegar starfsmenn Hvals hafi komið til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins í morgun hafi þeim verið tilkynnt að enginn mætti vera meðlimur í Verkalýðsfélagi Akraness, heldur skyldu þeir vera í Stéttarfélagi Vesturlands. Vilhjálmur segir þetta skjóta skökku við, enda sé starfsstöð Hvals í Hvalfirði á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness. „Við þurfum ekki svona atvinnurekendur á íslenskum vinnumarkaði og mun félagið fylgja málinu eftir af fullum þunga og krefja líka að Samtök atvinnulífsins grípi inn í þessa ólöglegu og grófu aðgerð hjá Kristjáni Loftssyni.“, segir í færslunni. Vilhjálmur segir jafnframt Hval vera með þessu að refsa verkalýðsfélaginu fyrir að uppfylla sínar lagalegu skyldur og að félagið muni mæta þessari aðgerð af fullri hörku. Hún sé „siðlaus og lítilmannleg“.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira