Hannes stoltur af ferðalaginu en pælir ekkert í stærri klúbbum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 16:00 Hannes Þór Halldórsson var í góðum gír á blaðamannafundi landsliðsins í morgun. Vísir/Vilhelm Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Athyglin hefur verið mikil á landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson undanfarna daga. Markvörðurinn sem varði frá Lionel Messi spilar með Randers, miðlungsliði í dönsku knattspyrnunnni. Markmannsþjálfari landsliðsins, Guðmundur Hreiðarsson, segir Hannes geta spilað á miklu hærra stigi og svo sem fyrir stærstu félög í heimi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því,“ sagði Hannes um stöðu sína. Guðmundur segist fá fjölmargar fyrirspurnir um Hannes og má telja líklegt að Hannes taki skref upp á við frá Hannes haldi hann áfram að standa sig vel í Rússlandi. „Ég er ánægður þar sem ég er í mínum klúbbi. Það er góð staða að finna ekki fyrir pressu að fara lengra. Að geta einbeitt sér 100% að því sem er í gangi,“ sagði Hannes.Hannes Þór Halldórsson með Kára Árnasyni eftir Argentínuleikinn.vísir/vilhelm„Ef vel gengur geta alls konar dyr opnast. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað,“ sagði Hannes yfirvegaður. Hann ætti að þekkja það. Fimmtán ár eru síðan hann var varamarkvörður í Leikni, fékk sénsinn í mikilvægum leik og gerði skelfileg mistök. Í dag er hann að verja víti frá Messi. Ótrúleg breyting og spurning hvort leikstjórinn sé ekki farinn að velta fyrir sér hver leiki hann í bíómyndinni sem einhvern tímann verður gerð og hann þá leikstýrir sjálfur. „Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum,“ segir Hannes. „Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni. Það er löng leið að vera kominn hingað og það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. En varðandi bíómyndapælingar, þá verður það bara að koma í ljós.“Feðgarnir Hannes Þór og Halldór Þórarinsson eftir Argentínuleikinn.Vísir/VilhelmÞá var Hannes spurður hvort hann hefði einhverja rútínu á leikdegi sem tæki kannski einhverjum breytingum á stóra sviðinu hér í Rússlandi. „Ég er ekki með neina fasta rútínu,“ sagði Hannes. „Ég hef svolítið spilað þetta bara eftir eyranu.“ Því stærri sem leikirnir verði því meiri stress og spenna fylgi. Hann sjálfur þurfti frekar að halda spennustiginu niðri. „Ég þarf ekki að gíra mig upp.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00