Japanir og Senegalar fóru burtu með öll þrjú stigin og allt ruslið líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2018 11:30 Japanir taka til í stúkunni eftir leikinn. Vísir/Getty Japanir og Senegalar byrjuðu heimsmeistaramótið í fótbolta frábærlega í Rússlandi í gær eða með því að vinna 2-1 sigra á sínum mótherjum í fyrsta leik. Stuðningsmenn japanska og senegalska liðsins slógu líka í gegn. Japanir eru mjög kurteis þjóð og þar kunna menn sig. Það bjuggust þó fáir við því að þeir tækju til eftir sig í stúkunni í Saransk en það var einmitt það sem gerðist. Eftir að hafa fagnað frábærum 2-1 sigri á Kólumbíu og skemmt sér vel allan leikinn þá var kominn tími á að fara heim. Ekki þó fyrr en að japönsku stuðningsmennirnir höfðu hreinsað upp allt ruslið í stúkunni sinni.Senegal fans praised for cleaning up stadium after #WorldCup victory over Polandhttps://t.co/XyFU9YQ1s1pic.twitter.com/oIefYxbjP9 — Indy Football (@IndyFootball) June 20, 2018 Japanirnir mættu með ruslapoka með sér og gengu þarna um sætaraðirnar og tóku til. Þeir skildu því við stúkuna eins hreina og hún var þegar þau mættu á svæðið fjórum tímum fyrr. Japönsku stuðningsmennirnir voru reyndar ekki þeir einu sem gerðu þetta. Senegalar sáust líka taka til í sinni stúku eftir sigurleik á móti Póllandi.#TyCSportsMundial Senegal consiguió un triunfo histórico. Pero sus hinchas en lugar de festejar a minutos de terminado el partido, se encargan de limpiar su sector antes de retirarse. #RESPECT. pic.twitter.com/RiKovpfmoT — TyC Sports (@TyCSports) June 19, 2018 Rússneskir mótshaldarar fagna því örugglega ef þetta ætlar að verða tískan á þessu heimsmeistaramóti, að taka til eftir sig. Það verður líka fróðlegt að skoða stúku íslensku stuðningsmannanna eftir leikinn á móti Nígeríu á föstudaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Japanir og Senegalar byrjuðu heimsmeistaramótið í fótbolta frábærlega í Rússlandi í gær eða með því að vinna 2-1 sigra á sínum mótherjum í fyrsta leik. Stuðningsmenn japanska og senegalska liðsins slógu líka í gegn. Japanir eru mjög kurteis þjóð og þar kunna menn sig. Það bjuggust þó fáir við því að þeir tækju til eftir sig í stúkunni í Saransk en það var einmitt það sem gerðist. Eftir að hafa fagnað frábærum 2-1 sigri á Kólumbíu og skemmt sér vel allan leikinn þá var kominn tími á að fara heim. Ekki þó fyrr en að japönsku stuðningsmennirnir höfðu hreinsað upp allt ruslið í stúkunni sinni.Senegal fans praised for cleaning up stadium after #WorldCup victory over Polandhttps://t.co/XyFU9YQ1s1pic.twitter.com/oIefYxbjP9 — Indy Football (@IndyFootball) June 20, 2018 Japanirnir mættu með ruslapoka með sér og gengu þarna um sætaraðirnar og tóku til. Þeir skildu því við stúkuna eins hreina og hún var þegar þau mættu á svæðið fjórum tímum fyrr. Japönsku stuðningsmennirnir voru reyndar ekki þeir einu sem gerðu þetta. Senegalar sáust líka taka til í sinni stúku eftir sigurleik á móti Póllandi.#TyCSportsMundial Senegal consiguió un triunfo histórico. Pero sus hinchas en lugar de festejar a minutos de terminado el partido, se encargan de limpiar su sector antes de retirarse. #RESPECT. pic.twitter.com/RiKovpfmoT — TyC Sports (@TyCSports) June 19, 2018 Rússneskir mótshaldarar fagna því örugglega ef þetta ætlar að verða tískan á þessu heimsmeistaramóti, að taka til eftir sig. Það verður líka fróðlegt að skoða stúku íslensku stuðningsmannanna eftir leikinn á móti Nígeríu á föstudaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira