Gleðin við að bana fiðrildi Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:15 Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun