Íslendingur segir það falsfrétt að hann hafi kysst og áreitt fréttakonu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 13:20 Skjáskotið sem CNN notaði segir ekki alla söguna að sögn Gunnars „Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30