Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:45 Slegið í Grindavík með frjálsri aðferð í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf. Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf.
Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00
Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00
Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33