Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2018 09:31 Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. vísir/getty Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29. Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Dominic Raab hefur verið skipaður nýr Brexitmálaráðherra í bresku ríkisstjórninni en David Davis sagði af sér embættinu í gærkvöldi vegna ágreinings um þá leið sem ákveðið var fyrir helgi að Bretland myndi fara við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Raab hefur verið ötull talsmaður þess að Bretar gangi úr ESB og var í lykilhlutverki í kosningabaráttunni fyrir Brexit árið 2016. Hann hefur verið ráðherra húsnæðismála í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Afsögn Davis í gær er talin áfall fyrir May en síðastliðinn föstudag var greint frá því að samkomulag hefði náðst um framtíðarsamband Bretlands við ESB eftir maraþonfund allra 26 ráðherranna í ríkisstjórn. Davis var skipaður Brexitmálaráðherra árið 2016 og var helsti samningamaður Bretlands í Brexit-viðræðunum við ESB.Afsögnin kristalli það erfiða verka sem May á fyrir höndum Samkomulagið felur í sér að samið verði um fríverslum með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. Verður samningurinn byggður á því sem kallað hefur verið „sameiginlegt regluverk.“ Þarf May að sannfæra hörðustu stuðningsmenn Brexit um að samkomulagið sé rétta leiðin en um mýkri lendingu er að ræða en harðir Brexit-stuðningsmenn vilja sjá. Segja má að afsögn Davis kristalli það erfiða verk sem May á fyrir höndum innan síns eigin flokks vegna smakomulagsins. Davis sagði í viðtali við BBC í dag að hann væri ekki besta manneskjan til að fylgja eftir þeirri áætlun sem sett var upp í tengslum við samkomulagið þar sem hann trúir ekki á sjálft samkomulagið. Finnst honum að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í samningaviðræðunum við ESB. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, og Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales, segja að ringulreið ríki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Þá hefur Richard Leonard, leiðtogi Verkamannaflokksins í Skotlandi, kallað eftir þingkosningum vegna þess sem hann segir einnig ringulreið innan ríkisstjórnar May. Sjálf segist May ekki sammála því mati Davis að Bretland sé að gefa of mikið eftir of auðveldlega í viðræðunum við ESB. Hún mun koma fyrir þingið síðar í dag þar sem búast má við að þjarmað verði að henni vegna Brexit.Fréttin var uppfærð klukkan 10:29.
Brexit Tengdar fréttir Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Samkomulag í höfn innan bresku ríkisstjórnarinnar um sambandið við ESB Samkomulagið felur það í sér að samið verður um fríverslun með iðnaðar- og landbúnaðarvörur á milli Bretlands og ESB. 6. júlí 2018 21:58
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14