Fleiri fylgjandi Borgarlínu en andvígir Atli Ísleifsson skrifar 9. júlí 2018 10:28 Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Fréttablaðið/Ernir Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018. Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fleiri Íslendingar, átján ára og eldri, eru fylgjandi Borgarlínu en þeir sem eru henni andvígir. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að um 45 prósent aðspurðra séu hlynnt Borgarlínunni en hátt í 28 prósent eru andvíg. Þá séu tæplega 27 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg Borgarlínunni. „Ungt fólk er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar. Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni en þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg. Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins eru hlynnt henni á meðan um 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að af íbúum höfuðborgarsvæðisins séu íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum hlynntastir Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafi svipað viðhorf til Borgarlínu. Íbúar Garðabæjar skera sig hins vegar úr þar sem fleiri eru andvígir en hlynntir. Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Könnunin fór fram dagana 19. júní - 2. júlí 2018.
Borgarlína Seltjarnarnes Skipulag Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira