Daniel Cormier með sögulegan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. júlí 2018 05:58 Daniel Cormier með beltin sín. Vísir/Getty Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic í nótt. Með sigrinum er hann ríkjandi meistari í þungavigt og léttþungavigt. Þetta var í fyrsta sinn í sögu UFC þar sem léttþungavigtarmeistarinn skorar á þungavigtarmeistarann. Stipe Miocic hafði varið þungavigtartitil sinn þrívegis fram að bardaganum í kvöld en það er met í þungavigt UFC. Stipe Miocic byrjaði bardagann vel og var með stjórn á bardaganum framan af. Daniel Cormier kýldi hins vegar þungavigtarmeistarann niður með hægri krók í 1. lotu og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Cormier fagnaði ógurlega og er hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Conor McGregor var sá fyrsti til að ná því afreki í nóvember 2016. Með sigrinum er Cormier svo sannarlega meðal þeirra bestu í sögu MMA. Fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt verður að öllum líkindum gegn Brock Lesnar en sá síðarnefndi mætti í búrið eftir bardagann með vandræðaleg læti. Lesnar þarf þó fyrst að klára afplánun keppnisbanns en hann féll á lyfjaprófi árið 2016. Þeir Francis Ngannou og Derrick Lewis mættust í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að bardaginn sé einn sá versti í sögu UFC en afskaplega lítið gerðist í bardaganum. Lewis sigraði eftir dómaraákvörðun og var baulað á báða bardagamenn. Fyrir utan bardaga Lewis og Ngannou var bardagakvöldið afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Sjá meira
Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. 7. júlí 2018 15:30