Suður-kóreskar konur hafa fengið nóg Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2018 18:01 Suður-kóreskar konur hópuðust saman á götum Seúl í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017. Erlent Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Tugir þúsunda suður-kóreskra kvenna hópuðust í dag saman í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, og kölluðu eftir aðgerðum gegn földum myndavélum en BBC greinir frá. Færst hefur í aukana að konur séu óafvitað myndaðar með földum myndavélum og myndum eða myndböndum dreift á netinu. Dreifing á myndum af kynferðislegum toga er refsiverð með allt að 5 ára fangelsisvist samkvæmt suður-kóreskum lögum en dreifing myndanna í gróðaskyni kallar á allt að 7 ára fangelsisvist eða sektar upp á allt að 2,9 milljónum króna. Skipuleggjendur mótmælanna segja þó að í flestum tilvikum sleppi gerendur með mun vægari refsingar.Ósamræmi í vinnubrögðum lögreglu. Mótmælin hófust eftir að kona dreifði mynd af nöktum karlmanni sem sat fyrir í listaháskóla í Suður-Kóreu. Konan var handtekin og telja skipuleggjendur að vinnubrögð lögreglu hefðu verið önnur hefði karl dreift sambærilegri mynd af konu Skipuleggjendur segja að um 55.000 konur, klæddar sólgleraugum, grímum og höfuðfatnaði hafi mótmælt og kallað eftir hertari aðgerðum. Skilti með áletrunum á borð við „Líf mitt er ekki þitt klám“ sáust víða. Lögregla telur að mótmælendur hafi verið um 20.000.Boðar frekari refsiaðgerðir. Glæpum af þessum toga hefur fjölgað á síðustu árum og forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, sagði að myndatökur sem þessar væru í raun orðnir hluti af daglegu lífi suður-kóreskra kvenna. Moon hvatti til þess á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku að gerendur skyldu hljóta frekari refsingar, til dæmis að vinnuveitendum þeirra verði tilkynnt brot þeirra. Tilkynntum myndatökum fjölgaði úr 1.100 árið 2010 upp í 6.500 árið 2017.
Erlent Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira