Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2018 15:30 Daniel Cormier þegar hann varði titilinn sinn síðast. Vísir/Getty Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira