Forstjóri Landspítalans kveðst ekki gráta kjararáð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:15 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Anton Brink Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Kjaramál Forstjóri Landspítalans segir nýlega launaákvörðun kjararáðs hafa komið flatt upp á hann. Þessi síðasta ákvörðun kjararáðs gat vart komið á verri tíma fyrir Pál Matthíasson í miðri harðri kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. „Það er fjarri mér að kvarta undan mínum launum enda hef ég ekki gert það né farið fram á breytingar á þeim, frá því ég gekkst inn á sömu launakjör og forveri minn árið 2013. Frá þeim tíma hefur orðið vísitöluhækkun á launum samkvæmt úrskurði, síðasta 2016,“ skrifar Páll í vikulegum forstjórapistli sínum á vef Landspítalans. Hann kveðst sömuleiðis ekki hafa fengið jafn mikla hækkun og fjölmiðlar hafi greint frá. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá fjármálaráðuneytinu fjölgaði föstum yfirvinnueiningum forstjórans um 35, í 135, við úrskurð kjararáðs nú. Páll segir þeim hins vegar aðeins hafa fjölgað um tvær. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins hækkuðu laun Páls um 23,8 prósent, eða tæpa hálfa milljón á mánuði. „Þá voru laun mín um síðustu mánaðamót með óbreyttum hætti en taka væntanlega breytingum samkvæmt úrskurðinum þau næstu, þó ekki með þeim stórfellda hætti sem ætla má af umfjöllun mbl.is.“ Páll kveðst taka heils hugar undir þær gagnrýnisraddir sem komið hafi fram á kjararáð og að hann gráti ekki að fara undan ákvörðunarvaldi þess. „Hins vegar væri óskandi að kjör ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta væru jafnáreynslulaust hækkuð og snöfurmannlega að því verki gengið og við höfum séð undanfarið hjá æðstu stjórnendum. Þá sæjum við væntanlega á bak þeirri eitruðu blöndu sem kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Pál á föstudag um launaákvörðun kjararáðs, en fékk ekki svör.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira