Trump forðast Lundúnir í opinberri heimsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 16:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans. Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30