Trump forðast Lundúnir í opinberri heimsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 16:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans. Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar nær algerlega að forðast höfuðborg Bretlands þegar hann kemur til landsins í næstu viku í opinbera heimsókn. Þannig mun hann aðeins dvelja eina nótt í Lundúnum, nóttina sem hann kemur til landsins. Með þessu móti forðast hann fjöldamótmæli sem boðað hefur verið til í höfuðborginni vegna heimsóknarinnar. Rúmlega 50.000 manns hafa boðað komu sína á mótmælin og gert er ráð fyrir að þau verði stærst á föstudeginum. Að sögn skipuleggjenda ætlar fólk að fylkja liði í Lundúnum og láta í ljós óánægju sína með meðferð hans á innflytjendum í Bandaríkjunum, með vísan til umdeildrar stefnu hans í innflytjendamálum „ekkert umburðarlyndi“. Þá eru margir mótmælendanna gagnrýnir á Bandaríkjaforseta og segja hann vera haldinn kynþáttafordómum og karlrembu. Skipuleggjendur hafa hlotið öll tilskilin leyfi til þess að fljúga risavaxinni Trump-blöðru þar sem hann lítur út eins og smábarn yfir Lundúnir þegar hann kemur til borgarinnar.Skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið öll tilskilin leyfi fyrir blöðrunni.Skipuleggjendur hafa safnað hátt í átján þúsund pundum, um 2,5 milljón króna til þess að búa til helíum fígúru sem þeir segja að tákni persónu Trump sem sé eins og reitt barn með brothætta sjálfsmynd og pínulitlar hendur. Í stað þess að dvelja í Lundúnum hyggst Trump halda sig í öruggri fjarlægð á landsbyggðinni. Í heimsókninni er gert ráð fyrir að Trump ræði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hann hefur einnig verið boðaður á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsor-kastalanum og þá hefur Trump einnig verið boðið til kvöldverðar að heimili fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchill. Trump ætlar að dvelja í Skotlandi um helgina. Nánar verður greint frá ferðum forsetans um Skotland þegar nær dregur að sögn talsmanna hans.
Donald Trump Tengdar fréttir Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Gefur leyfi fyrir flugi risavaxinnar Trump-fígúru er forsetinn heimsækir London Sadiq Khan, borgarstjóri London, hefur gefið sitt leyfi fyrir því að risastórri uppblásinni eftirmynd af barnungum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði flogið yfir borgina í næstu viku 5. júlí 2018 23:30