„Síminn hefur ekki stoppað“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 09:46 Hluti íbúða Bjargs rís nú í Spönginni. Félagið er með um 1400 íbúðir í byggingu. Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15