Erlent

Flugmaður í pólska hernum fórst í flugslysi

Atli Ísleifsson skrifar
Vísir/Getty
Pólska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að flugmaður í flughernum þar í landi hafi farist í slysi þegar hann flaug herflugvél af gerðinni Mig-29. Eftir að slysið varð tókst flugmanninum að koma sér úr vélinni í fallhlíf en ekki tókst að bjarga lífi hans.

Varnarmálaráðuneytið pólska lýsir flugmanninum sem reynslumiklum með rúmlega átta hundruð flugtíma að baki. Slysið varð í nótt nærri bænum Paslek í norðurhluta landsins.

Pólski flugherinn býr yfir 48 bandarískum F-16 herþotum og 32 rússneskum Mig-29 þotum. Fjöldi Mig-29 þotanna eru þó sagðar úr sér gengnar vegna skorts á varahlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×