Deila um lögmæti öryggishliðs við frístundabyggð í landi Fells Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2018 06:00 Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Á Gullna hringnum í Bláskógabyggð eru þrír fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins; Gullfoss og Geysir og Þingvellir. VÍSIR/EINAR Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Áralöng deila hefur staðið um öryggishlið að frístundabyggð í landi Fells í Biskupstungum. Eigendur jarðarinnar telja að hliðinu hafi verið komið ólöglega fyrir og að það skerði eignarrétt þeirra. Nær allir eigendur frístundahúsa eru hins vegar á öðru máli. Eigandi Fells, en jörðin er um 770 hektarar að flatarmáli, er félagið Selmúli ehf. og hóf félagið að selja lóðir úr jörðinni árið 1997. Frístundahús eru bæði fyrir ofan og neðan þjóðveg sem liggur gegnum jörðina. Ásar eru fyrir ofan þjóðveg. Árið 2014 ræddu lóðareigendur Ása um það að setja upp öryggishlið inn í byggðina og var það samþykkt með meirihluta atkvæða. Einn eigandi vildi ekki greiða sinn hluta í kostnaði af uppsetningu hliðsins og varð af dómsmál. Þetta er ekki eina dómsmálið sem höfðað hefur verið en eigendur Selmúla hafa mótmælt hliðinu og telja uppsetningu þess ólögmæta. Skemmdarverk hafa verið unnin á hliðinu og lögreglan rannsakað hver var þar að verki. Þá hefur málið farið fyrir kærunefnd húsamála sem úrskurðaði að uppsetning hliðsins væri lögmæt. „Þau biðja okkur um að fá að setja upp hlið þarna upp á öryggismál að gera. Stjórn Selmúla ákvað að veita ekki leyfi fyrir því en í framhaldinu gera þau það samt,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, stjórnarformaður Selmúla.Hjalti Úrsus ÁrnasonFélagið fór fram á það að lögbann yrði lagt við uppsetningu þess. Það mál dróst svo fyrir dómstólum að þegar loks var úrskurðað í málinu var hliðið löngu tilbúið og lögbanni hafnað af þeim sökum. Umrætt hlið er þannig úr garði gert að hægt er að opna það með því að hringja í ákveðið símanúmer. Lóðareigendur hafa meðal annars borið því við að eigendur Selmúla geti fengið símanúmerið og þar með aðgang að landi sínu. Þá hafi þeir séð um að bera í veginn og halda honum við í fjölda ára. „Fyrir innan frístundahúsin eru hátt í tvö hundruð hektarar lands sem þau eru að loka á aðgang okkar að,“ segir Hjalti og líkir málinu við það að einhver girði af hluta íbúðar annars manns en veiti honum leyfi til að fara þangað inn með þar til gerðu tæki. „Staðsetning hliðsins er í okkar landi, það er alveg óumdeilt. Við lögðum veginn að bústöðunum svo hann er í okkar eigu. Það er alveg kýrskýrt í kaupsamningunum að við seldum lóðirnar en ekki veginn að þeim. Lögmæti hliðsins hefur ekki enn farið fyrir dómstóla en það mál er í undirbúningi,“ segir Hjalti. Sigurður Guðmundsson, formaður Ása, vildi ekki ræða málið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira