Sigurbergur hættir í fótbolta: Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50 prósent Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 18:26 Sigurbergur í leik með Keflavík vísir/vilhelm Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í Pepsi deild karla, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Sigurbergur, sem er 26 ára gamall, segir þrálát hnémeiðsli ástæðu þess að hann kjósi að hætta. Hann hefur lengi glímt við meiðsli á hné og meiddist að nýju í leik Keflavíkur og ÍBV fyrr í sumar. „Ástæðan fyrir tímasetningunni er sú að ég lenti í leiðinlegum meiðslum fyrir mánuði síðan gegn ÍBV, tognaði illa á liðbandi, og endurhæfingin hefur gengið hægt,“ sagði Sigurbergur við Vísi í dag. „Ég fór í sjöttu aðgerðina mína fyrir þar síðasta tímabil og þá sagði ég við mig að ein meiðsli í viðbót og þá væri þetta komið gott. Miðað við hvað þetta hefur gengið hægt, endurhæfingin á þessum meiðslum, þá fannst mér tímapunkturinn vera sá að þetta er bara búið.“ „Það er hægara sagt en gert að vera alltaf að rífa sig upp úr meiðslum og það fylgir því andlegt og líkamlegt erfiði. Klúbburinn stóð með mér í þessu og skildi mig fullkomlega.“ Sigurbergur á að baki 101 leik í meistaraflokki fyrir Keflavík þar sem hann hefur skorað 17 mörk. Þegar hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 varð hann yngsti leikmaðurinn til þess að hafa spilað í efsti deild á þeim tíma. Keflavík er nýliði í Pepsi deild karla á þessu tímabili og hefur sumarið verið erfitt fyrir Keflvíkinga. Þeir eru eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik í deildinni og sitja á botninum með þrjú stig. Átta stig eru upp í Fylki í 10. sætinu. „Það er erfitt að vera meiddur þegar þú ert í liði sem gengur vel en það er ennþá erfiðara að vera meiddur í liði sem gengur illa. Það er leiðinlegt að geta ekki gert eitthvað, en Keflavík græðir ekkert á mér spilandi 50-70 prósent. Þeir græða ekkert á því.“ Sigurbergur sagðist ætla að draga sig í hlé „allavega tímabundið“ og útilokar ekki endurkomu í fótbolta. Hann átti þó ekki von á því að spila aftur í efstu deild. „Ef ég vakna upp einn daginn og mig langar að spila knattspyrnu þá er ég tilbúinn. En ég er ekki tilbúinn að vera áfram á því leveli sem Keflavík og fleiri lið í Pepsi deildinni og Inkasso deildinni eru á. Hnéð á mér höndlar það ekki. Ég myndi þá líklegast fara í eitthvað lið í jafnvel 3. og 4. deildinni,“ sagði Sigurbergur Elísson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira