Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 14:39 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 10.000 flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 10.000 flóttamenn, hælisleitendur og fjölskyldur þeirra á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58