Loka búðinni snemma vegna sólarglætu í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2018 13:00 Klukkan fjögur í dag er gert ráð fyrir ellefu stiga hita, skýjuðu veðri og fimm metrum á sekúndu. Veður.is Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma. Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Starfsmenn PFAFF á Grensásvegi eru heldur ánægðir með yfirmenn sína þessa stundina. Tölvupóstur barst í morgun þar sem tilkynnt var að versluninni yrði lokað vegna góðrar veðurspár. Laufey Jónsdóttir, sem starfar í bókhaldi og innheimtu hjá ljósafyrirtækinu, var í skýjunum að eiga bara þrjá tíma eftir af starfsdeginum. Honum lýkur í dag klukkan 15 en allajafna er verslunin opin til sex. „Ég ætla að fara heim og beint út á svalir,“ segir Laufey aðspurð hvort stefnan sé sett á Nauthólsvík sökum spárinnar.Lokað verður hjá PFAFF á Grensásvegi í dag vegna góðrar veðurspár.PFAFFEn hver er spáin? Jú, á Veðurstofu Íslands er talað um í kringum tíu stiga hita, vind upp á 5 m/s og sól sem gægist á milli skýjanna öðru hvoru. Seint talin bongóblíða en í ljósi sólarleysis í höfuðborginni undanfarna daga og vikur er um ágætisveður að ræða. „Erum við ekki með góða yfirmenn? Það eru allir mjög ánægðir. Ég var innt eftir því þegar ég mætti hvort ég væri ekki búin að skoða póstinn minn. Ég hafði farið í önnur verkefni. En þá var það útaf þessum gleðitíðindum.“ Hún segir framkvæmdastjórann hafa ákveðið sólarfríið og forstjórinn tekið heilshugar undir, en þau eru feðgin hjá fjölskyldufyrirtækinu eins og Laufey kemst að orði. Hún segir fyrirtækið hafa sýnt mikinn skilning í kringum leiki Íslands á HM í fótbolta í júní og lokað búðinni snemma.
Veður Tengdar fréttir Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22 Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Sést „loksins“ til sólar Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag. 5. júlí 2018 07:22
Varað við hviðum á Austurlandi Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. 5. júlí 2018 08:50