Bretar krefja Rússa upplýsinga um eiturefnaárás Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 10:25 Lögregluþjónar við almenningsgarð sem var girtur af eftir að karl og kona á fimmtugsaldri urðu fyrir taugaeitrinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur krafið rússnesk stjórnvöld um upplýsingar um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í mars eftir að karl og kona á fimmtugsaldri veiktust af völdum eitursins. Rússar hafa þvertekið fyrir að hafa komið nálægt árásinni. Fólkið liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í snertingu við Novichok, sovéska taugaeitrið sem notað var til að eitra fyrir Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu í bænum Salisbury í mars. Það virðist hafa gerst nærri staðnum þar sem eitrað var fyrir Skrípal-feðgininum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússar hafa staðfastlega neitað ásökunum um aðild að árásinni og hafa á móti ýjað að því að breska öryggissveitir hafi staðið að henni til þess að æsa upp andúð á Rússlandi. „Rússneska ríkið gæti rétt úr þessu „ranglæti“. Það gæti sagt okkur hvað gerðist, hvað það gerði og fyllt upp í verulegar gloppur sem við höfum reynt að gera,“ segir Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands sem kvaðst bíða eftir símtali frá stjórnvöldum í Kreml.Brotnar ekki hratt niður Eftir upphaflegu árásina á Skrípal-feðginin sögðu bresk yfirvöld að lítil hætta væri fyrir almenning í Salisbury. Þeim tilmælum var þó beint til íbúa að þrífa föt sín og nota blautþurrkur til að hreinsa persónulega muni. Tilfellið nú hefur vakið ótta um að eitrið sé enn til staðar í borginni. Andrea Sella, prófessor í ólífrænni efnafræði við University College í London, segir að Novichok hafi verið hannað til þess að endast og að það brotni ekki hratt niður. Hafi eitrið verið í íláti eða borist á yfirborð hlutar gæti það verið hættulegt í lengri tíma. Því sé mikilvægt að rekja ferðir fólksins sem veiktist til að finna uppruna eitursins.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Eitrað fyrir parinu með taugaeitrinu Novichok Maður og kona sem fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í Wiltshire í Englandi urðu fyrir eitrun af völdum taugaeitursins Novichok. 4. júlí 2018 21:26